Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

449. fundur 10. október 2008 kl. 10:00 - 12:10 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Starfsmannastefna

Málsnúmer 0806089Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsmannastefnu sveitarfélagsins með breytingartillögum framkvæmdaráðs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að starfsmannastefnan verði samþykkt eins og hún nú liggur fyrir og mat verði lagt á kostnað við einstaka þætti hennar sem til falla á næsta ári við gerð fjárhagsáætlunar ársins.

2.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008

Málsnúmer 0809003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti og lagði fram drög að tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun sveitarfélaga og stofnana þess fyrir árið 2008. Unnið verður áfram að endurskoðuninni og áætlunin lögð fyrir næsta fund ráðsins.

3.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu 2009 og þriggja ára áætlunar.
Byggðarráð samþykkir vinnuáætlun sveitarstjóra.

4.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - Stækkun verknámshúss

Málsnúmer 0806090Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Félagi stuðningsfyrirtækja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands undirbýr samstarfssamning við skólann um aðkomu þeirra að eflingu verknáms og nýsköpunar í starfsemi skólans. Óskar félagið eftir viðræðum við sveitarfélagið um framgang þessara mála við fyrsta tækifæri.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum hópsins að koma á næsta fund byggðarráðs.

5.Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006 - 2010

Málsnúmer 0810009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá 129. fundi félags- og tómstundanefndar þar sem beint er þeim tilmælum til byggðarráðs að nú þegar verði gerð úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun er að ræða, sbr. 1. gr. jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela stjórnsýslu- og fjármálasviði að framkvæma launakönnunina.

6.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfél. 2008

Málsnúmer 0809071Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti svör sem bárust frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi afgreiðslu 448. fundar byggðarráðs. Kom fram að framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða fulltrúi sveitarfélags ásamt framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga eru boðaðir. Frulltrúa hvers sveitarfélags er síðan ætlað að kynna efni fundarins fyrir sinni sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og forseti sveitarstjórnar til vara.

7.Hvítabjörn í Skagafirði

Málsnúmer 0806022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra þar sem kynnt er að væntanlegur er í Skagafjörðinn í annað sinn, ísbjörninn sem veginn var við Þverárfjallið í vor. Er hann nú uppstoppaður og umhverfisvænni en áður og verður í umsjá náttúrustofunnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að finna dag til að viðhafa formlegri og vinalegri móttöku á bersa.

8.Almannavarnanefnd - fyrirspurn

Málsnúmer 0809036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um skipan almannavarnarnefndar sveitarfélagsins. Áður á dagskrá 447. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að skipan nefndarinnar.

9.Umsókn um styrk til framkvæmda við aðstöðuhús.

Málsnúmer 0805086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Svaða um styrk til framkvæmda við aðstöðuhús, sem afgreitt var á 229. fundi sveitarstjórnar og vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann telji að málið hefði þurft að skoða frekar.

10.Umsókn um ársleyfi

Málsnúmer 0809074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi vísað til byggðarráðs af 234. fundi sveitarstjórnar. Umsókn frá Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún óskar eftir eins árs náms- og rannsóknarleyfi á launum frá næstu áramótum. Menningar- og kynningarnefnd tók jákvætt í erindið á 33. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið frekar og frestar afgreiðslu málsins.

11.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2008

Málsnúmer 0810013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem kynnt er ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins á árinu 2008 að upphæð kr. 15.102.000.

Fundi slitið - kl. 12:10.