Fara í efni

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Stækkun verknámshúss

Málsnúmer 0806090

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 439. fundur - 01.07.2008

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, fór yfir stöðu mála og kynnti drög að samningi við menntamálaráðuneytið um viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra í samvinnu við sveitarfélögin í Húnavatnssýslum, að ljúka samningi við menntamálaráðuneytið í samræmi við fyrirliggjandi drög.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 446. fundur - 17.09.2008

Sveitarstjóri kynnti stöðu verkefnis varðandi stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð leggur þunga áherslu á að gengið verði frá samningi sem fyrst við ríkið um viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, til að mæta þorfum og nýmælum við verknámsbrautir skólans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008

Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs 17.09.08 staðfest á 233. fundi sveitarstj. 23.09.08 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008

Lagt fram bréf frá Félagi stuðningsfyrirtækja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands undirbýr samstarfssamning við skólann um aðkomu þeirra að eflingu verknáms og nýsköpunar í starfsemi skólans. Óskar félagið eftir viðræðum við sveitarfélagið um framgang þessara mála við fyrsta tækifæri.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum hópsins að koma á næsta fund byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 453. fundur - 06.11.2008

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Samningur hefur verið undirritaður af hálfu Menntamálaráðuneytis og fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fjármálaráðuneytið á enn eftir að staðfesta samninginn. Byggðarráð Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti samninginn eins og hann liggur fyrir og skal tekið tillit til kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun ársins 2009. Byggðarráð gerir þó þann fyrirvara við staðfestingu samningsins að komi fram misræmi við opnun tilboða í verkið þar sem niðurstaða útboðs leiðir í ljós hærri framkvæmdakostnað en fyrirliggjandi samningur gerir ráð fyrir sé rétt að aðilar setjist yfir samningsmál að nýju eða falli frá framkvæmdum ella. Er það enda skilningur byggðarráðs að um þessa málmeðferð hafi aðilar sammælst við undirritun samningsins. Að öðru leyti hvetur byggðarráð til þess að Fjármálaráðuneytið staðfesti samninginn hið fyrsta og að allri hönnun og undirbúningi útboðs verði hraðað sem kostur er svo hefja megi framkvæmdir sem allra fyrst á árinu 2009.?

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Samningur um stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Nl.v., dags. 30.09.2008, borinn undir atkvæði á 237. fundi sveitarstjórnar 18.11.08 og samþykktur með níu atkvæðum.