Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Ársþing SSNV 19.- 20. sept. 2008
Málsnúmer 0809038Vakta málsnúmer
2.Vodafone - umsókn um aðstöðu fyrir búnað í Höfðaborg
Málsnúmer 0809028Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Félagsheimilinu Höfðaborg varðandi umsókn fyrirtækisins Vodafone um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað utan á Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi.
Eignasjóður Skagafjarðar samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði gerður leigusamningur á milli málsaðila. Erindið fer einnig til afgreiðslu hjá skipulags- og bygginganefnd.
Eignasjóður Skagafjarðar samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði gerður leigusamningur á milli málsaðila. Erindið fer einnig til afgreiðslu hjá skipulags- og bygginganefnd.
3.Rekstrarupplýsingar janúar-júlí 2008
Málsnúmer 0809024Vakta málsnúmer
Í framhaldi af bókun 445. fundar byggðarráðs eru lagðar fram til kynningar upplýsingar frá sviðsstjórum um helstu ástæður frávika frá fjárhagsáætlun ársins fyrir tímabilið janúar - júlí.
4.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Stækkun verknámshúss
Málsnúmer 0806090Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri kynnti stöðu verkefnis varðandi stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð leggur þunga áherslu á að gengið verði frá samningi sem fyrst við ríkið um viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, til að mæta þorfum og nýmælum við verknámsbrautir skólans.
Byggðarráð leggur þunga áherslu á að gengið verði frá samningi sem fyrst við ríkið um viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, til að mæta þorfum og nýmælum við verknámsbrautir skólans.
5.Fjöldi grunnskólanema haustið 2008
Málsnúmer 0809034Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda grunnskólanema haustið 2008 í grunnskólum sveitarfélagsins.
6.Vefaðgangur að fundargerðum og -gögnum stjórnar sambandsins
Málsnúmer 0809037Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vefaðgang að fundargerðum stjórnar sambandsins og gögnum sem lögð eru fram á fundum hennar.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Gestsson, Örn Þórarinsson og Unnur Sævarsdóttir sæki þingið í stað kjörinna fulltrúa Framsóknarflokks sem ekki geta mætt.