Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum
Málsnúmer 0807032
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 443. fundur - 21.08.2008
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs leggja fram eftirfarandi bókun vegna fyrirhugaðrar Blöndulínu 3:
?Afar mikilvægt er að íbúar og atvinnulíf landsins búi við örugga orkuflutninga. Hagsmunir Skagfirðinga eins og annarra eru þeir að elsti hluti byggðalínunnar verði endurnýjaður og byggður upp svo raforkuöryggi verði tryggt. Við undirrituð teljum að fyrsti kostur hljóti að vera að kanna möguleika á lagningu línunnar í jörðu. Íslenska ríkið á meirihluta í Landsneti hf. í gegnum Landsvirkjun og RARIK. Er því lögð áherslu á, við ríkisvaldið, að endurnýjuð byggðalína verði lögð sem mest í jörðu og sérstaklega þar sem hún fer í gegnum byggð og nytjaland í Skagafirði. Óskað er skriflegra svara Iðnaðarráðuneytis og Landsnets hf um viðhorf og möguleika þess að leggja línuna í jörð.?
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Fulltrúar minnihluta, Bjarni Jónsson og Páll Dagbjartsson, leggja fram svofellda bókun:
"Við höfnum þeim áformum Landsnets að leggja háspennulínu ( loftlínu ) með tilheyrandi burðarmöstrum þvert í gegn um Skagafjarðarhérað, einkum þó þá hugmynd að flytja línuna á nýtt línustæði. Við teljum þau viðhorf úrelt, sem hér eru uppi, að leggja slíkar línur þvert í gegn um blómleg byggðalög. Eina ásættanlega leiðin er að leggja línu þessa í jörðu. Sá aukni kostnaður, sem af því getur hlotist, er nokkuð sem orkuflutningsfyrirtæki verða að taka með í sína útreikninga þegar ráðast skal í framkvæmdir af þessum toga. Ekki má heldur gleyma að taka tillit til þess kostnaðar sem lagður er á þá sem verða fyrir skaða af framkvæmdinni ásamt því tjóni, sem kann að verða valdið á búsetuskilyrðum og ímynd héraðsins. Í þeim forsendum sem liggja að baki framkvæmdinni og kynntar eru í matsáætlun er ekkert sem rökstyður svo umfangsmikla framkvæmd sem lagningu 220 kV línu um Skagafjörð. Hægt er að ná tilsettum markmiðum um orkuflutninga og framkvæmdakostnað ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif á náttúru og samfélag með því að miða við lægri spennu og leggja nýja byggðalínu í jörð."
Bjarni Jónsson leggur fram fyrirspurn til forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs:
"Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti áttu þeir fund með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fyrirhuguð lagning 220 kV háspennulínu í loftlínu um Skagafjörð var rædd. Ennfremur virðast þeir hafa litið svo á eftir þann fund að sveitarfélagið gerði ekki athugasemdir við tilhögun framkvæmdarinnar og hæfist þegar handa við að koma henni í þeirri mynd inn á skipulag. Hefur sá skilningur Landsnets komið fram í fjölmiðlum og í texta tillögu að matsáætlun en þar segir: ?Flutningsleið raforku hefur verið skilgreind í stórum dráttum og hlutaðeigandi sveitarfélögum verið kynnt þau áform. Unnið er að viðeigandi skipulagsbreytingum í sveitarfélögunum í samræmi við þessar tillögur.? Undirritaður sveitarstjórnarmaður frétti fyrst af þessum áætlunum í auglýsingu um tillögu að matsáætlun í dagblöðum. Hvergi er í fundargerðum nefnda eða sveitarstjórnar að finna umfjöllun eða vísun til þessa máls. Bæði fulltrúum Landsnets og meirihlutans verður að vera ljóst að ekki er hægt að afgreiða í einkasamtölum stór mál er varða sveitarfélagið. Mikilvægt er að þetta misræmi verði skýrt. Sveitarstjórnarfulltrúum gafst ekki tækifæri né svigrúm til að fjalla efnislega um framkvæmdina, fýsileika hennar og mögulegar útfærslur áður en ákveðnir valkostir voru settir í kynningarferli í tillögu að matsáætlun. Sveitarstjórn mun hinsvegar gefast kostur á frekari athugasemdum við framkvæmdina.
Eftirfarandi fyrirspurn vegna þessa misræmis og/eða málsmeðferðar á málinu er lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Óskað er eftir svörum við eftirfarandi:
Hvenær var þessi fundur/fundir haldnir með fulltrúum sveitarfélagsins, hverjir sóttu þá fundi og hvað fór þar fram?
Hversvegna var ekki haft samráð við sveitarstjórnarfulltrúa minnihlutans um málið?
Hvernig útskýra fulltrúar meirihlutans þann skilning sem Landsnet leggur í niðurstöðu og vægi þess fundar/funda?"
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson leggja fram bókun:
"Málflutningur Bjarna Jónssonar er með ólíkindum þar sem hann veit hið sanna í málinu. Hann kýs að nýta sér erfiða stöðu landeigenda og annarra, er málið varðar, sér til framdráttar en slík vinnubrögð eru ekki ný af nálinni. Málið hefur enga formlega afgreiðslu fengið hjá nefndum sveitarfélagsins og því er dylgjum Bjarna vísað til föðurhúsanna."
Bjarni Jónsson óskar bókað:
"Hér er um að ræða aumleg og ómálefnaleg viðbrögð við eðlilegri fyrirspurn, í ljósi málavaxta."
?Afar mikilvægt er að íbúar og atvinnulíf landsins búi við örugga orkuflutninga. Hagsmunir Skagfirðinga eins og annarra eru þeir að elsti hluti byggðalínunnar verði endurnýjaður og byggður upp svo raforkuöryggi verði tryggt. Við undirrituð teljum að fyrsti kostur hljóti að vera að kanna möguleika á lagningu línunnar í jörðu. Íslenska ríkið á meirihluta í Landsneti hf. í gegnum Landsvirkjun og RARIK. Er því lögð áherslu á, við ríkisvaldið, að endurnýjuð byggðalína verði lögð sem mest í jörðu og sérstaklega þar sem hún fer í gegnum byggð og nytjaland í Skagafirði. Óskað er skriflegra svara Iðnaðarráðuneytis og Landsnets hf um viðhorf og möguleika þess að leggja línuna í jörð.?
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson
Fulltrúar minnihluta, Bjarni Jónsson og Páll Dagbjartsson, leggja fram svofellda bókun:
"Við höfnum þeim áformum Landsnets að leggja háspennulínu ( loftlínu ) með tilheyrandi burðarmöstrum þvert í gegn um Skagafjarðarhérað, einkum þó þá hugmynd að flytja línuna á nýtt línustæði. Við teljum þau viðhorf úrelt, sem hér eru uppi, að leggja slíkar línur þvert í gegn um blómleg byggðalög. Eina ásættanlega leiðin er að leggja línu þessa í jörðu. Sá aukni kostnaður, sem af því getur hlotist, er nokkuð sem orkuflutningsfyrirtæki verða að taka með í sína útreikninga þegar ráðast skal í framkvæmdir af þessum toga. Ekki má heldur gleyma að taka tillit til þess kostnaðar sem lagður er á þá sem verða fyrir skaða af framkvæmdinni ásamt því tjóni, sem kann að verða valdið á búsetuskilyrðum og ímynd héraðsins. Í þeim forsendum sem liggja að baki framkvæmdinni og kynntar eru í matsáætlun er ekkert sem rökstyður svo umfangsmikla framkvæmd sem lagningu 220 kV línu um Skagafjörð. Hægt er að ná tilsettum markmiðum um orkuflutninga og framkvæmdakostnað ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif á náttúru og samfélag með því að miða við lægri spennu og leggja nýja byggðalínu í jörð."
Bjarni Jónsson leggur fram fyrirspurn til forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs:
"Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti áttu þeir fund með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fyrirhuguð lagning 220 kV háspennulínu í loftlínu um Skagafjörð var rædd. Ennfremur virðast þeir hafa litið svo á eftir þann fund að sveitarfélagið gerði ekki athugasemdir við tilhögun framkvæmdarinnar og hæfist þegar handa við að koma henni í þeirri mynd inn á skipulag. Hefur sá skilningur Landsnets komið fram í fjölmiðlum og í texta tillögu að matsáætlun en þar segir: ?Flutningsleið raforku hefur verið skilgreind í stórum dráttum og hlutaðeigandi sveitarfélögum verið kynnt þau áform. Unnið er að viðeigandi skipulagsbreytingum í sveitarfélögunum í samræmi við þessar tillögur.? Undirritaður sveitarstjórnarmaður frétti fyrst af þessum áætlunum í auglýsingu um tillögu að matsáætlun í dagblöðum. Hvergi er í fundargerðum nefnda eða sveitarstjórnar að finna umfjöllun eða vísun til þessa máls. Bæði fulltrúum Landsnets og meirihlutans verður að vera ljóst að ekki er hægt að afgreiða í einkasamtölum stór mál er varða sveitarfélagið. Mikilvægt er að þetta misræmi verði skýrt. Sveitarstjórnarfulltrúum gafst ekki tækifæri né svigrúm til að fjalla efnislega um framkvæmdina, fýsileika hennar og mögulegar útfærslur áður en ákveðnir valkostir voru settir í kynningarferli í tillögu að matsáætlun. Sveitarstjórn mun hinsvegar gefast kostur á frekari athugasemdum við framkvæmdina.
Eftirfarandi fyrirspurn vegna þessa misræmis og/eða málsmeðferðar á málinu er lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Óskað er eftir svörum við eftirfarandi:
Hvenær var þessi fundur/fundir haldnir með fulltrúum sveitarfélagsins, hverjir sóttu þá fundi og hvað fór þar fram?
Hversvegna var ekki haft samráð við sveitarstjórnarfulltrúa minnihlutans um málið?
Hvernig útskýra fulltrúar meirihlutans þann skilning sem Landsnet leggur í niðurstöðu og vægi þess fundar/funda?"
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson leggja fram bókun:
"Málflutningur Bjarna Jónssonar er með ólíkindum þar sem hann veit hið sanna í málinu. Hann kýs að nýta sér erfiða stöðu landeigenda og annarra, er málið varðar, sér til framdráttar en slík vinnubrögð eru ekki ný af nálinni. Málið hefur enga formlega afgreiðslu fengið hjá nefndum sveitarfélagsins og því er dylgjum Bjarna vísað til föðurhúsanna."
Bjarni Jónsson óskar bókað:
"Hér er um að ræða aumleg og ómálefnaleg viðbrögð við eðlilegri fyrirspurn, í ljósi málavaxta."
Skipulags- og byggingarnefnd - 153. fundur - 27.08.2008
Bókun frá Páli Dagbjartssyni fltr. Sjálfstæðisflokks og Gísla Árnasyni fltr. VG
Á sveitarstjórnarfundi í gær 26. ágúst 2008 var lagt fram skriflegt svar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni, varðandi þá fyrirætlan Landsnets að leggja háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar þvert í gegn um Skagafjarðarhérað. Í svarinu segir eftirfarandi:
"Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 14. ágúst var málið kynnt óformlega, myndir af fyrirhuguðum línustæðum lagðar fram og samþykkt athugasemdalaust að VSÓ Ráðgjöf tæki inn í Umhverfisskýrslu (Umhverfismat áætlana) með Aðalskipulaginu umfjöllun um allar veitur í sveitarfélaginu, og þar með umfjöllun um þessa tvo möguleika sem Landsnet óskar eftir að fara." Í tilefni af því sem hér er haldið fram lýsum við því yfir að hér, á fyrrnefndum fundi Skipulags- og byggingarnefndar hinn 14. ágúst s.l var þetta umrædda mál ekki tekið fyrir, hvorki formlega né óformlega og þar af leiðandi ekki samþykkt að taka fyrirhugaðar línulagnir inn í Umhverfisskýrslu Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Ekkert er skráð í fundargjörð frá fundi Skipulags- og byggingarnefndar frá fyrrnefndum fundi, sem styður þessar fullyrðingar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs. Hér er því um rangfærslur að ræða.
Vegna bókunar Páls og Gísla vilja Einar Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir bóka: Við undirrituð viljum árétta eftirfarandi. Málið í heild sinni er á byrjunarreit og framundan er kynningarfundur á vegum Landsnets og síðan tekur við formleg umfjöllun hjá Skipulags og byggingarnefnd. Sú vinna sem nú er í gangi við gerð Aðalskipulags byggist á ráðleggingum Skipulagsstofnunar vegna breytinga sem orðið hafa á lögum og kröfum um gerð Aðalskipulags frá því farið var af stað með gerð Aðalskipulags Skagafjarðar árið 1999. Það er því mjög góð og eðlileg stjórnsýsla að láta fjalla um allt sem vitað er að hugsanlega sé framundan við gerð Umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi, hvort sem það eru frístundarsvæði eða lagnaleiðir. Markmið umhverfisskýrslu (Umhverfismats áætlana) er að meta kosti og galla allra hugsanlegra framkvæmda á byrjunarreit þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu og samþætta að fyrirliggjandi stefnu í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.
Formleg afstaða Skipulags og byggingarnefndar eða Sveitastjórnar liggur ekki fyrir enda hafa fyrirhuguð línustæði ekki ennþá fengið formlega umfjöllun. Rétt er að árétta að meirihluti Sveitarstjórnar er búinn að skrifa bæði stjórn Landsnets og Iðnaðarráðherra bréf þar sem sagt er að fyrsti kostur sé að línan verði lögð í jörð og farið er fram á skrifleg svör um afstöðu og möguleika þess.
Framundan er kynning Landsnets á umræddum línukostum fyrir Sveitarstjórn og Skipulags- og byggingarnefnd. Í framhaldi af því verður erindi Landsnets tekið fyrir með formlegum hætti.
Á sveitarstjórnarfundi í gær 26. ágúst 2008 var lagt fram skriflegt svar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni, varðandi þá fyrirætlan Landsnets að leggja háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar þvert í gegn um Skagafjarðarhérað. Í svarinu segir eftirfarandi:
"Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 14. ágúst var málið kynnt óformlega, myndir af fyrirhuguðum línustæðum lagðar fram og samþykkt athugasemdalaust að VSÓ Ráðgjöf tæki inn í Umhverfisskýrslu (Umhverfismat áætlana) með Aðalskipulaginu umfjöllun um allar veitur í sveitarfélaginu, og þar með umfjöllun um þessa tvo möguleika sem Landsnet óskar eftir að fara." Í tilefni af því sem hér er haldið fram lýsum við því yfir að hér, á fyrrnefndum fundi Skipulags- og byggingarnefndar hinn 14. ágúst s.l var þetta umrædda mál ekki tekið fyrir, hvorki formlega né óformlega og þar af leiðandi ekki samþykkt að taka fyrirhugaðar línulagnir inn í Umhverfisskýrslu Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Ekkert er skráð í fundargjörð frá fundi Skipulags- og byggingarnefndar frá fyrrnefndum fundi, sem styður þessar fullyrðingar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs. Hér er því um rangfærslur að ræða.
Vegna bókunar Páls og Gísla vilja Einar Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir bóka: Við undirrituð viljum árétta eftirfarandi. Málið í heild sinni er á byrjunarreit og framundan er kynningarfundur á vegum Landsnets og síðan tekur við formleg umfjöllun hjá Skipulags og byggingarnefnd. Sú vinna sem nú er í gangi við gerð Aðalskipulags byggist á ráðleggingum Skipulagsstofnunar vegna breytinga sem orðið hafa á lögum og kröfum um gerð Aðalskipulags frá því farið var af stað með gerð Aðalskipulags Skagafjarðar árið 1999. Það er því mjög góð og eðlileg stjórnsýsla að láta fjalla um allt sem vitað er að hugsanlega sé framundan við gerð Umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi, hvort sem það eru frístundarsvæði eða lagnaleiðir. Markmið umhverfisskýrslu (Umhverfismats áætlana) er að meta kosti og galla allra hugsanlegra framkvæmda á byrjunarreit þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu og samþætta að fyrirliggjandi stefnu í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.
Formleg afstaða Skipulags og byggingarnefndar eða Sveitastjórnar liggur ekki fyrir enda hafa fyrirhuguð línustæði ekki ennþá fengið formlega umfjöllun. Rétt er að árétta að meirihluti Sveitarstjórnar er búinn að skrifa bæði stjórn Landsnets og Iðnaðarráðherra bréf þar sem sagt er að fyrsti kostur sé að línan verði lögð í jörð og farið er fram á skrifleg svör um afstöðu og möguleika þess.
Framundan er kynning Landsnets á umræddum línukostum fyrir Sveitarstjórn og Skipulags- og byggingarnefnd. Í framhaldi af því verður erindi Landsnets tekið fyrir með formlegum hætti.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008
Lagt fram á 232. fundi sveitarstjórnar 09.09.08
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
?Skriflegt svar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðarráðs byggir á upplýsingum frá fundarmönnum er sátu fund skipulags og byggingarnefndar 27. ágúst sl. Fullyrðingar minnihlutans um rangfærslur eru því ekki réttar.?
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Lög eru skýr, mál teljast hvorki tekin fyrir eða afgreidd nema þau séu rædd og niðurstaða og/eða ákvörðun bókuð í fundargerð. Ekkert kom fram í fundargerð sem vísaði til þessa máls. Óeðlilegt er að vitnað sé til umræðna sem hafi átt að eiga sér stað en ekki er greint frá í fundargerð.?
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann geri fyrirvara um bókun meirihluta skipulags- og bygginganefndar varðandi þennan lið.
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
?Skriflegt svar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðarráðs byggir á upplýsingum frá fundarmönnum er sátu fund skipulags og byggingarnefndar 27. ágúst sl. Fullyrðingar minnihlutans um rangfærslur eru því ekki réttar.?
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Lög eru skýr, mál teljast hvorki tekin fyrir eða afgreidd nema þau séu rædd og niðurstaða og/eða ákvörðun bókuð í fundargerð. Ekkert kom fram í fundargerð sem vísaði til þessa máls. Óeðlilegt er að vitnað sé til umræðna sem hafi átt að eiga sér stað en ekki er greint frá í fundargerð.?
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann geri fyrirvara um bókun meirihluta skipulags- og bygginganefndar varðandi þennan lið.
Skipulags- og byggingarnefnd - 155. fundur - 24.09.2008
Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum. Fyrir liggur bréf, Grétars M. Guðbergssonar kt. 241234-4289 og Guðnýjar Þórðardóttur kt. 080637-3499 dagsett 9. ágúst sl. Í bréfinu lýsa þau viðhorfum sínum varðandi fyrirhugaða lagnaleið 220 kV háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar. Bréfið lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 447. fundur - 25.09.2008
Lagt fram til kynningar svarbréf Landsnets hf. varðandi Blöndulínu 3, þ.e. viðhorf og möguleika Landsnets til að leggja Blöndulínu 3 í jörð.
Gísli Árnason óskar bókað:
Áform Landsnets eru að byggja 220 þúsund volta línu milli Akureyrar og Blöndu, sem flutt getur 470 megawatta orku. Línan á að geta flutt orku á milli landshluta, sem samsvarar rúmlega þrefaldri framleiðslu Blönduvirkjunar.
Þarna eru uppi hugmyndir um stórfellda raforkuflutninga milli landshluta og slíkt hefur ekkert með endurnýjun Byggðalínunnar að gera eða afhendingaröryggi raforku til hins almenna notanda og allflestra fyrirtækja.
Það er einungis ein tegund atvinnurekstrar sem kallar á orkuflutninga af þessari stærðargráðu.
Það er óásættanlegt að þessi markmið Landsnets varðandi línunnar útiloki aðra möguleika á lagnaleiðum, þar sem gert væri ráð fyrir minni spennu línunnar og þar með möguleikum á lagningu hennar í jörðu.
Undirritaður tekur undir þau sjónarmið landeigenda og fulltrúa minnihlutans í Byggðaráði, sbr. bókun þann 21. ágúst síðastliðinn, að eina ásættanlega leiðin er að leggja línuna í jörð.
Gísli Árnason,VG
Gísli Árnason óskar bókað:
Áform Landsnets eru að byggja 220 þúsund volta línu milli Akureyrar og Blöndu, sem flutt getur 470 megawatta orku. Línan á að geta flutt orku á milli landshluta, sem samsvarar rúmlega þrefaldri framleiðslu Blönduvirkjunar.
Þarna eru uppi hugmyndir um stórfellda raforkuflutninga milli landshluta og slíkt hefur ekkert með endurnýjun Byggðalínunnar að gera eða afhendingaröryggi raforku til hins almenna notanda og allflestra fyrirtækja.
Það er einungis ein tegund atvinnurekstrar sem kallar á orkuflutninga af þessari stærðargráðu.
Það er óásættanlegt að þessi markmið Landsnets varðandi línunnar útiloki aðra möguleika á lagnaleiðum, þar sem gert væri ráð fyrir minni spennu línunnar og þar með möguleikum á lagningu hennar í jörðu.
Undirritaður tekur undir þau sjónarmið landeigenda og fulltrúa minnihlutans í Byggðaráði, sbr. bókun þann 21. ágúst síðastliðinn, að eina ásættanlega leiðin er að leggja línuna í jörð.
Gísli Árnason,VG
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Lagt fram á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður vill taka undir svohljóðandi bókun Gísla Árnasonar:
?Áform Landsnets eru að byggja 220 þúsund volta línu milli Akureyrar og Blöndu, sem flutt getur 470 megawatta orku. Línan á að geta flutt orku á milli landshluta, sem samsvarar rúmlega þrefaldri framleiðslu Blönduvirkjunar. Þarna eru uppi hugmyndir um stórfellda raforkuflutninga milli landshluta og slíkt hefur ekkert með endurnýjun Byggðalínunnar að gera eða afhendingaröryggi raforku til hins almenna notanda og allflestra fyrirtækja. Það er einungis ein tegund atvinnurekstrar sem kallar á orkuflutninga af þessari stærðargráðu. Það er óásættanlegt að þessi markmið Landsnets varðandi línuna útiloki aðra möguleika á lagnaleiðum, þar sem gert væri ráð fyrir minni spennu línunnar og þar með möguleikum á lagningu hennar í jörðu. Undirritaður tekur undir þau sjónarmið landeigenda og fulltrúa minnihlutans í Byggðaráði, sbr. bókun þann 21. ágúst síðastliðinn, að eina ásættanlega leiðin er að leggja línuna í jörð.?
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður vill taka undir svohljóðandi bókun Gísla Árnasonar:
?Áform Landsnets eru að byggja 220 þúsund volta línu milli Akureyrar og Blöndu, sem flutt getur 470 megawatta orku. Línan á að geta flutt orku á milli landshluta, sem samsvarar rúmlega þrefaldri framleiðslu Blönduvirkjunar. Þarna eru uppi hugmyndir um stórfellda raforkuflutninga milli landshluta og slíkt hefur ekkert með endurnýjun Byggðalínunnar að gera eða afhendingaröryggi raforku til hins almenna notanda og allflestra fyrirtækja. Það er einungis ein tegund atvinnurekstrar sem kallar á orkuflutninga af þessari stærðargráðu. Það er óásættanlegt að þessi markmið Landsnets varðandi línuna útiloki aðra möguleika á lagnaleiðum, þar sem gert væri ráð fyrir minni spennu línunnar og þar með möguleikum á lagningu hennar í jörðu. Undirritaður tekur undir þau sjónarmið landeigenda og fulltrúa minnihlutans í Byggðaráði, sbr. bókun þann 21. ágúst síðastliðinn, að eina ásættanlega leiðin er að leggja línuna í jörð.?
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Lagt fram á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08.
Skipulags- og byggingarnefnd - 157. fundur - 29.10.2008
Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum. Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar, Jakobs Gunnarssonar, dagsett 16. október 2008 þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun hafi borist tillaga Landsnets dagsett í október sl. að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3. Skipulagsstofnun óskar umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á tillögunni og er frestur til að gera athugasemdir til 3. nóvember nk. Tillagan lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008
Lagt fram á 236. fundi sveitarstjórnar 04.11.08.
Skipulags- og byggingarnefnd - 159. fundur - 14.11.2008
Erindi Skipulagsstofnunar frá 16. okt. 2008. Blöndulína 3 - Tillaga að Matsáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að gerð verði grein fyrir því í Matsáætluninni hvenær núverandi byggðalína um héraðið verði lögð af og fjarlægð.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008
Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 468. fundur - 05.03.2009
Lagt fram til kynningar svar iðnaðarráðuneytisins við erindi byggðarráðs Skagafjarðar frá 27. ágúst 2008 varðandi bókun ráðsins um mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3. Þar segir m.a. "Í bréfi Landsnets hf. til yðar dagsettu 17. september sl. eru rakin með ítarlegum hætti þau atriði sem vegast á þegar teknar eru ákvarðanir um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Meðal þess sem vikið er að í bréfinu eru þau atriði sem hafa þarf í huga þegar kannað er hvort leggja skuli streng eða loftlínu. Iðnaðarráðuneyti telur í svarinu komi fram með fullnægjandi hætti hvernig Landsnet hf. vegur rök sem standa til vals á milli loftlínu og streng í hvert sinn og telur að ekki sé efni til að bæta frekar við þá greinargerð. Af greinargerð Landsnets hf. er þó ljóst að verulegur munur á kostnaði mismunandi leiða hefur afgerandi þýðingu við ákvarðanatöku."
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009
Lagt fram á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09.
Bjarni Jónsson óskar bókað: Taka ber undir eindregin og almenn mótmæli landeigenda á svæðinu en á undirskriftalista þeirra þar sem hafnað er lagningu 220kV háspennulínu segir orðrétt, "Með vísan til meðfylgjandi bréfs er borist hefur undirrituðum eigendum og/eða ábúendum neðangreindra jarða í Skagafirði, er með bréfi þessu hafnað alfarið framkominni hugmynd um lagningu háspennulínu (Blöndulínu 3) á umræddu svæði.
Lagning 220 kV háspennulínu um land sem nýtt er til landbúnaðar, skotveiða og útivistar hefur að öllum líkindum neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Einnig fylgja henni náttúruspjöll sem rýra landkosti og spilla útsýni. Þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér verulega lækkun jarðaverðs.
Þá skal það áréttað að undirrituðum þykir mikill vafi leika á að um eiginlega byggðalínu geti verið að ræða, þar sem nú þegar liggur byggðalína um Skagafjörð.".
Í ljósi eindreginna mótmæla og athugasemda landeigenda er engan veginn við hæfi og óraunhæft af hálfu Landsnets að auglýsa drög að matsáætlun fyrir framkvæmdina eins og það hefur gert. Eðlilegt er að mótmæla þessum vinnubrögðum Landsnets. Þá hefur framkvæmdin ekki verið rædd eða tekin fyrir í sveitarstjórn sem fer með skipulagsvald.