Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2009 - Skipulags-og byggingarnefnd
Málsnúmer 0811038Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2009. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 67.438.300.- og tekjur kr. 6.992.000.-. Heildarútgjöld kr. 60.446.300.- Samþykkt að vísa 09- liðnum með þessari afgreiðslu til byggðarráðs.
2.Aðalskipulag Skagafjarðar
Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer
Aðalskipulag Skagafjarðar, 2005-2017. Málið áður á dagskrá nefndarinnar á fundi sem haldinn var 30.10.sl. að Löngumýri þar sem farið var yfir tillögurnar með Páli Zóphóníassyni og Eyjólfi Þór Þórarinssyni ráðgjöfum. Í dag liggja fyrir þær breytingar og endurbætur sem á tillögunni voru gerðar. Stefnt á að afgreiða Aðalskipulagstillöguna á næsta fundi til Sveitarstjórnar.
3.Blöndulína 3 - Erindi Landsnets, Árna Jóns Elíassonar
Málsnúmer 0811046Vakta málsnúmer
Blöndulína 3. Til afgreiðslu erindi Árna Jóns Elíassonar hjá Landsneti dagsett 12. júní sl. þar sem hann óskar eftir, fh. Landsnets, að sveitarfélagið geri ráð fyrir lagnaleið fyrir Byggðalínu, 220 kV nýrri línu, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2005-2017. Frá Kolgröf eru tveir valkostir eru til skoðunar hjá Landsneti, svonefnd Efribyggðarleið og Héraðsvatnaleið. Skipulags- og byggingarnefnd gerir að tillögu sinni að fresta skipulagi á þessum svæðum í samræmi við 20 gr. Skipulags- og byggingarlaga. Afstaða til valkosta og lagnaleiða verði tekin þegar nánari útfærsla og hönnun liggur fyrir, báðar leiðir sýndar á skipulagsuppdrætti en skipulagi frestað.
4.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum
Málsnúmer 0807032Vakta málsnúmer
Erindi Skipulagsstofnunar frá 16. okt. 2008. Blöndulína 3 - Tillaga að Matsáætlun. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að gerð verði grein fyrir því í Matsáætluninni hvenær núverandi byggðalína um héraðið verði lögð af og fjarlægð.
5.66 kV háspennustrengur - Varmahlíð Sauðárkrókur.
Málsnúmer 0810043Vakta málsnúmer
66 kV háspennustrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Erindi Skipulagsstofnunar Þórodds F. Þóroddssonar dagsett 30. október sl. Þar kemur fram að stofnunin óski umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að teknu tilliti til 3. viðauka laga nr. 106/2000 um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Á fundi nefndarinnar 30. október sl. var málið lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að meta þurfi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og vísar til eðli framkvæmdarinnar og staðsetningar.
6.Tillaga að aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Málsnúmer 0810059Vakta málsnúmer
Tillaga að aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Erindi Teiknistofu Arkitekta, Árna Ólafssonar dagsett 17. október sl., lagt fram til kynningar á fundi nefndarinnar 29. október sl. ásamt greinargerð og aðalskipulagsuppdrætti. Frestur er gefinn til 17. nóvember nk. til að gera athugasemdir og eða koma á framfæri ábendingum. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar innsent erindi og gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
7.Hólabrekka 146200 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0811040Vakta málsnúmer
Hólabrekka 146200 - Umsókn um byggingarleyfi. Helgi Friðriksson kt. 240447-2159 eigandi Hólabrekku í Steinsstaðahverfi, Skagafirði, sækir með bréfi dagsettu 3. nóvember sl. um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið í landi Hólabrekku. Fyrirhuguð viðbygging er 38,0 m². Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Benedikt Björnssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 30. júní og 7. september 2008. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
8.Áskot 7, 146481 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 0811044Vakta málsnúmer
Áskot 7, 146481 - Umsókn um byggingarleyfi. Valgarð Bertelsson kt. 130642-3309 eigandi lóðarinnar Áskot 7, landnúmer 146481, í Hjaltadal, sækir með bréfi dagsettu 13. nóvember sl. um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhúsið sem stendur á lóðinni og hefur matshlutanúmerið 01 01. Fyrirhuguð framkvæmd er viðbygging er 18,0 m² og 49,5 m³. Framlagður aðaluppdráttur dagsettur 21.06.2002, breytt 15.01.2004 og 11.11.2008, gerður á Ópus Verkfræðistofu af Þresti Sigurðssyni. Erindið samþykkt.
9.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 0811033Vakta málsnúmer
Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um stöðuleyfi. Jón F. Hjartarson, skólameistari sækir með bréfi dagsettu 10. nóv. sl. um stöðuleyfi fyrir geymslugám við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á lóðinni nr. 26 við Skagfirðingabraut. Gámurinn er ætlaður sem vélageymsla. Meðfylgjandi umsókn er yfirlits-og afstöðumynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámsins. Erindið samþykkt.
10.Þúfur land 193459 - Umsókn um lausn lands úr landbúnaðarnotun.
Málsnúmer 0811042Vakta málsnúmer
Þúfur land 193459 - Umsókn um lausn lands úr landbúnaðarnotunm. Sigurmon Þórðarson kt. 221055-2339, þinglýstur eigandi lóðarinnar Þúfur land, landnr. 193459, Óslandshlíð í Skagafirði, sæki með bréfi dagsettu 11. nóvember sl. með vísan til 6.gr. Jarðalaga nr. 81, frá 9. júní 2004, um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að leysa framangreinda spildu úr landbúnaðarnotum. Meðfylgjandi er þinglýsingarvottorð fyrir landnúmerið 193459.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
11.Stóra-Gerði land 193581 - Umsókn um landskipti, stækkun lóðar.
Málsnúmer 0811041Vakta málsnúmer
Stóra-Gerði land 193581 - Umsókn um landskipti, stækkun lóðar. Gunnar Kristinn Þórðarson kt. 041248-4169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóra-Gerðis, landnr. 146590 og Páll Hólm Þórðarson kt. 180747-4439, þinglýstur eigandi lóðarinnar Stóra-Gerði land, landnr. 193581, sækja með vísan til Jarðalaga nr. 81, frá 9. júní 2004, um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:
Breyta landamerkjum framangreindra lendna skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. 0858. Uppdrátturinn er dagsettur í ágúst 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, landfræðingi Hólum í Hjaltadal. Núverandi landamerki eru sýnd á uppdrættinum ásamt þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á landamerkjunum.
•
Leysa spilduna með landnúmerið 193581 úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146590.
Meðfylgjandi er hnitsett yfirlits/afstöðumynd unnin er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er nr. 0858, dagsettur í ágúst 2008.
Einnig meðfylgjandi Þinglýsingarvottorð viðkomandi landnúmera. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt
Breyta landamerkjum framangreindra lendna skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. 0858. Uppdrátturinn er dagsettur í ágúst 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, landfræðingi Hólum í Hjaltadal. Núverandi landamerki eru sýnd á uppdrættinum ásamt þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á landamerkjunum.
•
Leysa spilduna með landnúmerið 193581 úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146590.
Meðfylgjandi er hnitsett yfirlits/afstöðumynd unnin er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er nr. 0858, dagsettur í ágúst 2008.
Einnig meðfylgjandi Þinglýsingarvottorð viðkomandi landnúmera. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt
Fundi slitið.