Fara í efni

Samningar við skólabílstjóra

Málsnúmer 0807033

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 42. fundur - 15.09.2008

Fræðslustjóri greindi frá samningaviðræðum sem standa yfir við skólabílstjóra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008

Lagt fram á 233. fundi sveitarstjórnar 23.09.08.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 447. fundur - 25.09.2008

Fjármálastjóri kynnti gang samningaviðræðna við skólabílstjóra.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 448. fundur - 02.10.2008

Lagt fram gagntilboð skólabílstjóra um leiðréttingu á upphæðum fyrir skólaakstur fyrir skólaárið 2007/2008 auk hækkunar á töxtum og breytt verðviðmið fyrir skólaárið 2008/2009. Áður á dagskrá 447. fundar ráðsins.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði skólabílstjóra, en á þeim forsendum að einungis verði samið til loka skólaárs 2008/2009 og tíminn nýttur til að skoða fyrirkomulag skólaakstursins í heild.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008

Lagt fram á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008

Afgreiðsla 448. fundar byggðarráðs 02.10.08 staðfest á 234. fundi sveitarstj. 07.10.08 með átta atkvæðum.
Elinborg Hilmarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 450. fundur - 16.10.2008

Lagt fram bréf frá fulltrúum skólabílstjóra þar sem bílstjórarnir óska eftir að byggðarráð endurskoði ákvörðun sína frá 448. fundi ráðsins. Bjóðast bílstjórarnir til að lækka kröfu sína úr 2,5% ofan á nýjan reiknigrunn í 2,0% gegn því að samningar verði gerðir til fimm ára.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði skólabílstjóra, dags. 14.10. 2008, um 2% hækkun á nýjan reiknigrunn. Samningurinn byggi á útboði því sem gert var árið 2000 og er samningstíminn til 5 ára frá upphafi skólaársins 2008 að telja. Samningurinn yrði óuppsegjanlegur fyrstu 2 ár samningstímabilsins en að loknum þeim tíma er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu og skal þá uppsögnin fara fram í desember með gildistöku við lok líðandi skólaárs árið á eftir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 450. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Elinborg Hilmarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.