Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

450. fundur 16. október 2008 kl. 10:00 - 13:13 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Efnahagsástandið - fundur með aðilum vinnumarkaðarins

Málsnúmer 0810040Vakta málsnúmer

Fundur byggðarráðs hófst í Safnahúsinu við Faxatorg þar sem komu á fundinn fulltrúar stéttarfélaga, stærstu fyrirtækja, fjármálastofnana o.fl. í Skagafirði til að ræða stöðu efnahagsmála og áhrifin hér heima fyrir.
Byggðaráð telur mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður, atvinnulíf og íbúar nýti þau tækifæri sem eru til staðar og haldi áfram kröftugri uppbyggingu skagfirsks samfélags.
Ljóst er að þær þrengingar er nú steðja að íslensku efnahagslífi snerta einstaklinga og fyrirtæki í Skagafirði sem og annarsstaðar á landinu. Byggðaráð leggur áherslu á að atvinnulíf og samfélag í Skagafirði finni leiðir til að halda styrk sínum og sækja fram. Mikilvægt er að íbúar muni eftir öflugri velferðaþjónustu í sveitarfélaginu sem þeir eru hvattir til að nýta, þurfi þeir aðstoðar við.

Öflugt atvinnulíf er undirstaða samfélagsins. Byggðaráð mælist til þess að stofnanir sveitarfélagsins, fyrirtæki og íbúar í Skagafirði beini viðskiptum sínum til fyrirtækja í héraði.
Þá leggur byggðaráð áherslu á haldið verði áfram framkvæmdum af hálfu sveitarfélagsins og hvetur ríkisvaldið til að gera slíkt hið sama.

Byggðaráð skorar á ríkisvaldið að efla sveitarfélögin þannig að þau geti sinnt lagalegri og fjárhagslegri ábyrgð sinni. Byggðaráð telur mikil sóknarfæri felast í stofnunun ríkisins á Norðurlandi vestra s.s. Íbúðalánasjóði, Byggðastofnun, Rannsókna- og menntastofnunum, Heilbrigðisstofnunum, Vinnumálastofnun, Fæðingaorlfssjóði, Innheimtumiðstöð sekta ofl. Hvetur Byggðaráð ríkisvaldið til að efla starfsemi og fjölga verkefnum ríkisstofnana á Norðurlandi öllu.

Gert var fundarhlé kl. 11:45 á meðan byggðarráðsmenn færðu sig yfir götuna í fundarsal Ráðhússins þar sem fundi var fram haldið kl. 11:50.

2.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008

Málsnúmer 0809003Vakta málsnúmer

Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar fyrir A og B hluta er rekstrarhalli að upphæð 445.863 þús.kr. Eignir samtals 4.607.122 þús.kr. Skammtímaskuldir 721.603 þús.kr., langtímaskuldir 2.384.057 þús.kr., skuldbindingar 751.780 þús.kr. og eigið fé 749.682 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 til sveitarstjórnar.

3.Samningar við skólabílstjóra

Málsnúmer 0807033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fulltrúum skólabílstjóra þar sem bílstjórarnir óska eftir að byggðarráð endurskoði ákvörðun sína frá 448. fundi ráðsins. Bjóðast bílstjórarnir til að lækka kröfu sína úr 2,5% ofan á nýjan reiknigrunn í 2,0% gegn því að samningar verði gerðir til fimm ára.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði skólabílstjóra, dags. 14.10. 2008, um 2% hækkun á nýjan reiknigrunn. Samningurinn byggi á útboði því sem gert var árið 2000 og er samningstíminn til 5 ára frá upphafi skólaársins 2008 að telja. Samningurinn yrði óuppsegjanlegur fyrstu 2 ár samningstímabilsins en að loknum þeim tíma er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu og skal þá uppsögnin fara fram í desember með gildistöku við lok líðandi skólaárs árið á eftir.

4.Austurgata 26, Hofsósi, sala

Málsnúmer 0809077Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í fasteignina Austurgötu 26 á Hofsósi. Tilboðsfrestur rann út 15. október 2008. Eftirfarandi tilboð bárust frá: Hauki Þorgilssyni, kr. 5.200.000, Sigurði Skagfjörð, kr. 3.720.000 og Jóni Hilmarssyni og Alexöndu Chernyshova, kr. 2.500.000.
Byggðararáð samþykkir að ganga að tilboði Hauks Þorgilssonar.

5.Samráðsfundur sveitarfélaga um ástandið í efnahagsmálum

Málsnúmer 0810027Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samráðsfund fulltrúa allra sveitarfélaga til að ræða viðbrögð við þeim vanda sem nú steðjar að í efnahagsmálum og áhrif fjármálakreppunnar á sveitarfélögin.
Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forseti sveitarstjórnar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Rekstrarupplýsingar jan-ágúst 2008

Málsnúmer 0810039Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - ágúst 2008.

Fundi slitið - kl. 13:13.