Hestasport-Ævintýraferðir ehf. - Aðstaða við Villinganes
Málsnúmer 0808015
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 153. fundur - 27.08.2008
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008
Skipulags- og byggingarnefnd - 170. fundur - 11.03.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 244. fundur - 17.03.2009
Skipulags- og byggingarnefnd - 178. fundur - 10.06.2009
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Skipulags- og byggingarnefnd - 196. fundur - 13.01.2010
Tekið fyrir erindi Magnúsar Sigmundssonar hjá Hestasporti - ævintýraferðum ehf. varðandi skipulagsmál í Villinganesi vegna vegalagningar frá Villinganesbæ að Héraðsvötnum og aðstöðu til að taka á móti fólki úr flúðasiglingum.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til bréfs Sigurjóns Valgarðssonar eiganda Villinganess til skipulags- og byggingarnefndar og dagsett er 2 júní 2009. Þar kemur fram að þeim ferðaþjónustuaðilum sem flúðasiglingar stunda og notað hafa aðstöðu við Villinganes hefur bréflega verið tilkynnt að landeigandi Villinganess muni ekki láta vinna deiliskipulag á jörðinni vegna þessa fyrr en endurskoðun á leigusamningum milli hans og ferðaþjónustuaðila hefur farið fram. Skipulags- og byggingarnefnd tekur afstöðu til deiliskipulags svæðisins þegar það verður lagt fram.