Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Íbishóll lóð (218231) - Umsókn um landskipti.
Málsnúmer 0903038Vakta málsnúmer
2.Skagfirðingabraut 24 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0903028Vakta málsnúmer
Skagfirðingabraut 24 - umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 4. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Selmu Hjörvarsdóttur kt. 070762-2779 og Tómasar Árdal kt. 210959-5489 fyrir hönd Spíru ehf. 420207-0770 um leyfi til að reka hótel í heimavistarhúsnæði Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra að Skagfirðingabraut 24 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
3.Freyjugata 34 (143360) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 0903034Vakta málsnúmer
Freyjugata 34 (143360) - Umsókn um byggingarleyfi. Sigríður Ragndís Hilmarsdóttir kt. 230678-4999 og Ómar Helgi Svavarsson kt.150477-3959 eigendur fjöleignahúss sem stendur á lóðinni nr. 34 við Freyjugötu á Sauðárkróki sækja með bréfi 22. febrúar 2009 um leyfi skipulags-og byggingarnefndar til að breyta framangreindu húsi. Breytingarnar sem beðið er um eru:
a) Sameining eignarhluta með fastanúmerin 213-1553 og 213-1554. b) breytingar innanhúss. c) Útlitsbreyting og viðbygging. d) Byggja lóðargirðingar og skjólveggi.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7316 nr. A-101 og A-102 og eru þeir dagsettir 22. febrúar 2009.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir liði a) sameiningu eignanna, b) breytingar innanhúss og c) viðbyggingu við húsið og útlitsbreytingu þess. Nefndin fer fram á að skilað verði uppdráttum af lóðarveggjum þar sem sýnt er útlit þeirra og nákvæm staðsetning.
a) Sameining eignarhluta með fastanúmerin 213-1553 og 213-1554. b) breytingar innanhúss. c) Útlitsbreyting og viðbygging. d) Byggja lóðargirðingar og skjólveggi.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7316 nr. A-101 og A-102 og eru þeir dagsettir 22. febrúar 2009.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir liði a) sameiningu eignanna, b) breytingar innanhúss og c) viðbyggingu við húsið og útlitsbreytingu þess. Nefndin fer fram á að skilað verði uppdráttum af lóðarveggjum þar sem sýnt er útlit þeirra og nákvæm staðsetning.
4.Smáragrund 3 ( 143760 ) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0903024Vakta málsnúmer
Smáragrund 3 (143760) - Umsókn um byggingarleyfi. Sigurður Ragnar Antonsson 120233-4839 eigandi einbýlishúss, sem stendur á lóðinni nr. 3 við Smáragrund á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 22. febrúar 2009 um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að breyta framangreindu húsi. Breytingin felst í að byggja svalaskýli yfir svalir á vesturhlið hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir af Hirti Ingasyni kt 080352-3799 og eru þeir dagsettir 22. febrúar 2009. Erindið samþykkt.
5.Fornós 4 (143325) - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0903014Vakta málsnúmer
Fornós 4, Sauðárkróki. Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 óskar heimildar til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið betur.
6.Hvalnes lóð, 216349 - umsókn um úthlutun
Málsnúmer 0901089Vakta málsnúmer
Hvalnes lóð. Lagt fram bréf frá Sigrúnu Mörtu Gunnarsdóttur fh. Skefils ehf þar sem hún óskar eftir að fá úthlutað lóðinni 216349 við Félagsheimilið Skagasel til leigu undir ferðaþjónustuhús. Byggðarráð samþykkti á 468 fundi sínum að vísa erindinu til Skipulags- og byggingarnefndar og leggst gegn því að leigja lóðina til annarrar starfsemi en sem tengist rekstri félagsheimilisins á hverjum tíma. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að þær byggingar sem á lóðinni eru verði að víkja enda var heimild fyrir byggingunum veitt með þeim fyrirvara að hægt verði að fjarlægja þær ef svo ber undir, sbr. bókun Byggðarráðs frá 28. febrúar 2008.
7.Villinganes - Aðstaða við Villinganes
Málsnúmer 0808015Vakta málsnúmer
Villinganes - Aðstaða við Villinganes. Óskað er eftir framlengingu á fresti sem skipulags- og byggingarnefnd veitti til að vinna deiliskipulag á landi Villinganess sbr bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. ágúst 2008. Frestur framlengdur til 20. apríl 2009.
8.Tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028
Málsnúmer 0903033Vakta málsnúmer
Tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 lögð fram til kynningar.
Fundi slitið.
Jafnframt er óskað heimildar til að leysa framangreinda lóð úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Íbishóli, landnr. 146044. Aðkoma að lóðinni er um núverandi heimreið frá þjóðvegi 1. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.