Gangstígur og órækt norðan Túnahverfis
Málsnúmer 0808039
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 08.09.2008
Gangstígar í Túnahverfi. Lagður fram undirskriftalisti frá 174 íbúum í Túnahverfi, þar sem þess er farið á leit að varanlega verði gengið frá gönguleið, sem liggur norðan Túnahverfis að steyptri gangstétt á Skagfirðingabraut. Einnig lögð fram bókun byggðarráðs frá 21. ágúst sl. þar sem Byggðarráð tekur undir athugasemdir íbúanna og leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að gera ráð fyrir auknum fjármunum til umhverfismála, m.a. stígagerðar, við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs og samþykkt er að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008
Afgreiðsla 32. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar 09.09.08 með níu atkvæðum.
Byggðarráð tekur undir athugasemdir íbúanna og leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að gera ráð fyrir auknum fjármunum til umhverfismála, m.a. stígagerðar, við gerð næstu fjárhagsáætlunar.