Fara í efni

Sparkvellir í Skagafirði

Málsnúmer 0808070

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 1. fundur - 27.08.2008

Lagt til að leita til byggðarráðs um fjármagn til að setja upp tengigrindur vegna upphitunar sparkvalla á Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Gróf kostnaðaráætlun er 1 mkr. pr. grind.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 2. fundur - 03.09.2008

Málið fer fyrir byggðarráð á morgun, áætlaður kostnaður er um kr. 2.000.000 á hvern völl. María er að kanna hvernig staðið var að málum annars staðar á landinu.
Stefnt verður að því að tenga elsta völlinn (Hofsós) á þessu ári en leita leiða til að fjármagna Varmahlíð og Hólum á morgun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 444. fundur - 04.09.2008

Fyrir liggur að tengja þarf hitalagnir undir sparkvöllum sem reistir hafa hafa verið á Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Ekki kemur fram í samningi varðandi sparkvöll á Hofsósi hvernig ganga skuli frá upphitun vallarins. Í samningum varðandi vellina á Hólum og í Varmahlíð kemur hins vegar fram að verktaki skili völlunum með upphitun. Gera má ráð fyrir að kostnaður við tengingar allra vallanna sé í kringum 6 milljónir króna sem er nokkru meira en gert var ráð fyrir í upphafi.
Byggðaráð samþykkir að leita leiða til að tengja elsta völlinn, á Hofsósi í haust. Jafnframt verði leitað leiða til að tengja vellina í Varmahlíð og á Hólum á árinu 2009.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008

Afgreiðsla 444. fundar byggðarráðs staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 28.10.2008

Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Fræðslunefnd að nefndirnar komist að niðurstöðu um skiptingu kostnaðar varðandi rekstur og viðhald gervigrasvalla.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Lagt fram á 236. fundi sveitarstjórnar 04.11.08.
Um þennan dagskrárlið tóku til máls Páll Dagbjartsson, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.