Sparkvellir í Skagafirði
Málsnúmer 0808070
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 1. fundur - 27.08.2008
Lagt til að leita til byggðarráðs um fjármagn til að setja upp tengigrindur vegna upphitunar sparkvalla á Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Gróf kostnaðaráætlun er 1 mkr. pr. grind.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 2. fundur - 03.09.2008
Málið fer fyrir byggðarráð á morgun, áætlaður kostnaður er um kr. 2.000.000 á hvern völl. María er að kanna hvernig staðið var að málum annars staðar á landinu.
Stefnt verður að því að tenga elsta völlinn (Hofsós) á þessu ári en leita leiða til að fjármagna Varmahlíð og Hólum á morgun.
Stefnt verður að því að tenga elsta völlinn (Hofsós) á þessu ári en leita leiða til að fjármagna Varmahlíð og Hólum á morgun.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 444. fundur - 04.09.2008
Fyrir liggur að tengja þarf hitalagnir undir sparkvöllum sem reistir hafa hafa verið á Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Ekki kemur fram í samningi varðandi sparkvöll á Hofsósi hvernig ganga skuli frá upphitun vallarins. Í samningum varðandi vellina á Hólum og í Varmahlíð kemur hins vegar fram að verktaki skili völlunum með upphitun. Gera má ráð fyrir að kostnaður við tengingar allra vallanna sé í kringum 6 milljónir króna sem er nokkru meira en gert var ráð fyrir í upphafi.
Byggðaráð samþykkir að leita leiða til að tengja elsta völlinn, á Hofsósi í haust. Jafnframt verði leitað leiða til að tengja vellina í Varmahlíð og á Hólum á árinu 2009.
Byggðaráð samþykkir að leita leiða til að tengja elsta völlinn, á Hofsósi í haust. Jafnframt verði leitað leiða til að tengja vellina í Varmahlíð og á Hólum á árinu 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008
Afgreiðsla 444. fundar byggðarráðs staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 28.10.2008
Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Fræðslunefnd að nefndirnar komist að niðurstöðu um skiptingu kostnaðar varðandi rekstur og viðhald gervigrasvalla.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008
Lagt fram á 236. fundi sveitarstjórnar 04.11.08.
Um þennan dagskrárlið tóku til máls Páll Dagbjartsson, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Um þennan dagskrárlið tóku til máls Páll Dagbjartsson, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.