Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu á einkaheimili
Málsnúmer 0810065Vakta málsnúmer
Samþykkt að endurnýja til fjögurra ára leyfi Guðrúnar Brynju Guðsteinsdóttur, Skagfirðingabraut 41, til daggæslu fimm barna á heimili sínu allan daginn, sbr. þó ákvæði reglugerðar um börn yngri en eins árs.
2.Umsókn um leyfi til daggæslu barna
Málsnúmer 0810064Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita Jónu Guttormsdóttur, Hólavegi 48, bráðabirgðaleyfi til eins árs til daggæslu fjögurra barna á heimili sínu.
3.Lán eða lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði
Málsnúmer 0810048Vakta málsnúmer
Lagt fram dreifibréf Íbúðalánasjóðs 15.10.08 til leiguíbúðafélaga sem fengið hafa lán eða lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði.
4.SSNV Málefni fatlaðra fjárhagsáætlun
Málsnúmer 0810005Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun lögð fram að nýju.
5.Fjárhagsáætlun 2009 Félagsmál
Málsnúmer 0810032Vakta málsnúmer
Lögð fram drög félagsmálastjóra. Gjaldskrár verða teknar fyrir á næsta fundi sem ákvarðaður er þriðjudaginn 4. nóvember kl. 12:00. Nefndin vísar fyrirliggjandi drögum til byggðarráðs með fyrirvara um breytingar á síðari stigum.
Gunnar M. Sandholt víkur af fundi.
María Björk Ingvadóttir og Ivano Tasin koma á fundinn.
Gunnar M. Sandholt víkur af fundi.
María Björk Ingvadóttir og Ivano Tasin koma á fundinn.
6.Umsókn um styrk 2009 til félagsstarfs
Málsnúmer 0809029Vakta málsnúmer
Umsókn Félags eldri borgara í Skagafirði kynnt og verður hún tekin til afgreiðslu við úthlutun styrkja að lokinni gerð fjárhagsáætlunar.
7.Léttfeti - styrkbeiðni
Málsnúmer 0809008Vakta málsnúmer
Umsóknin kynnt. Verður tekin fyrir við úthlutun styrkja að lokinni gerð fjárhagsáætlunar.
8.Fjárhagsáætlun 2009 Æskulýðs-og íþróttamál
Málsnúmer 0810033Vakta málsnúmer
Lögð fram drög frístundastjóra að fjárhagsáætlun 2009. Nefndin vísar fyrirliggjandi drögum til byggðarráðs með fyrirvara um breytingar á síðari stigum.
9.Sparkvellir í Skagafirði
Málsnúmer 0808070Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Fræðslunefnd að nefndirnar komist að niðurstöðu um skiptingu kostnaðar varðandi rekstur og viðhald gervigrasvalla.
10.Útikörfuknattleiksvellir í sveitarfélaginu
Málsnúmer 0810060Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að erindi körfuknattleiksdeildar Tindastóls verði vísað til byggingarnefndar Árskóla og Menningarhúss með tilliti til heildarskipulags skólalóðar.
Fundi slitið - kl. 12:30.