Fara í efni

Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu

Málsnúmer 0809041

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 447. fundur - 25.09.2008

Lagt fram bréf frá Strætó bs. þar sem tilkynnt er um að sveitarfélög sem standa utan byggðarsamlagnsins Strætó bs. geti nú í fyrsta skipti sótt um að kaupa nemakort fyrir þá íbúa sína sem stunda viðurkennt nám á framhalds- og háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi ályktun: Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds-og háskólanemum sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.

Byggðarráð samþykkir jafnframt að fela starfsmönnum sveitarfélagsins að afla upplýsinga um fjölda nemenda í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008

Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs 25.09.08 staðfest á 234. fundi sveitarstj. 07.10.08 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 452. fundur - 30.10.2008

Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins fram yfir fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem verður haldin 13.-14. nóvember nk. en fulltrúar sveitarfélagsins munu taka málið upp á þeim vettvangi.
Byggðarráð itrekar eftirfarandi ályktun frá 447. fundi sínum 25. september sl.: "Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds- og háskólanemum, sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs,. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.?

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Afgreiðsla 452. fundar byggðarráðs staðfest á 236. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 475. fundur - 07.05.2009

Lagt fram erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands þar sem sveitarfélög á Íslandi eru hvött til þess að bjóða námsmönnum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu og itrekar eftirfarandi ályktun frá 447. fundi sínum 25. september 2008: "Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds- og háskólanemum, sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs,. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.?

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.