Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu
Málsnúmer 0809041Vakta málsnúmer
2.Ósk um viðræður v. hádegisverða í leikskólum
Málsnúmer 0810058Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Videósporti ehf. varðandi ósk um viðræður varðandi hádegisverði fyrir leikskólana á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fræðslustjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fræðslustjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins.
3.Fagmenntun starfsmanna í Dagvist aldraðra
Málsnúmer 0810031Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá 130. fundi félags- og tómstundanefndar varðandi ósk um heimild til að breyta ráðningarsamningi starfsmanns við dagvistun aldraðra á þann veg, að hann verði ráðinn sem sjúkraliði við stofnunina og laun greidd skv. kjarasamningi LN og Sjúkraliðafélagsins frá og með 1. nóvember 2008.
Byggðarráð heimilar breytingu á ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.
Byggðarráð heimilar breytingu á ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.
4.Rekstrarupplýsingar janúar-september 2008
Málsnúmer 0810073Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-september 2008.
Fundi slitið - kl. 11:55.
Byggðarráð itrekar eftirfarandi ályktun frá 447. fundi sínum 25. september sl.: "Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds- og háskólanemum, sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs,. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.?