Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfél. 2008
Málsnúmer 0809071
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Afgreiðsla 448. fundar byggðarráðs 02.10.08 staðfest á 234. fundi sveitarstj. 07.10.08 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008
Sveitarstjóri kynnti svör sem bárust frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi afgreiðslu 448. fundar byggðarráðs. Kom fram að framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða fulltrúi sveitarfélags ásamt framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga eru boðaðir. Frulltrúa hvers sveitarfélags er síðan ætlað að kynna efni fundarins fyrir sinni sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og forseti sveitarstjórnar til vara.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og forseti sveitarstjórnar til vara.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008
Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og bar upp eftirfarandi tillögu að ályktun:
Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir eftirfarandi ályktun á fundi sínum 21.10.08:
?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisvaldið að tryggja áfram 1400 mkr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Ljóst er að sveitarfélögin munu gegna lykilhlutverki í því að takmarka áhrif efnahagsörðug-leikanna á íslenskt samfélag. Sveitarfélögin halda úti fjölþættri þjónustu með tugumþúsunda starfsmanna ásamt því að standa fyrir miklum framkvæmdum er styrkja atvinnu- og mannlíf um land allt. Ætla má að mörg sveitarfélög verði fyrir verulegum tekjumissi vegna fækkunar fyrirtækja og þar með lækkandi útsvars. Því er afar mikilvægt að ríkisvaldið haldi áfram að greiða aukaframlög til Jöfnunarsjóðs svo sveitarfélögin geti sinnt skyldum sínum og haldið áfram að efla atvinnu- og mannlíf.
Því skorar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á ríkisvaldið að tryggja áfram 1400 mkr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.?
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og bar upp eftirfarandi tillögu að ályktun:
Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir eftirfarandi ályktun á fundi sínum 21.10.08:
?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisvaldið að tryggja áfram 1400 mkr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Ljóst er að sveitarfélögin munu gegna lykilhlutverki í því að takmarka áhrif efnahagsörðug-leikanna á íslenskt samfélag. Sveitarfélögin halda úti fjölþættri þjónustu með tugumþúsunda starfsmanna ásamt því að standa fyrir miklum framkvæmdum er styrkja atvinnu- og mannlíf um land allt. Ætla má að mörg sveitarfélög verði fyrir verulegum tekjumissi vegna fækkunar fyrirtækja og þar með lækkandi útsvars. Því er afar mikilvægt að ríkisvaldið haldi áfram að greiða aukaframlög til Jöfnunarsjóðs svo sveitarfélögin geti sinnt skyldum sínum og haldið áfram að efla atvinnu- og mannlíf.
Því skorar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á ríkisvaldið að tryggja áfram 1400 mkr. aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.?
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hvaða reglur gilda um fjölda fulltrúa sem mega sækja ársfundinn. Byggðarráð telur að ástæða sé til þess að byggðarráðsfulltrúum og/eða sveitarstjórnarfulltrúum sé gefinn kostur á að sækja ársfund Jöfnunarsjóðs hverju sinni.