Fara í efni

Fagmenntun starfsmanna í Dagvist aldraðra

Málsnúmer 0810031

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 130. fundur - 14.10.2008

Lagt fram bréf forstöðumanns Dagvistar aldraðra.
Félags- og tómstundanefnd telur brýnt að dagvistin hafi á að skipa starfsfólki með menntun og þjálfun sem nýtist í starfi. Nefndin óskar þess að Byggðarráð heimili að ráðningarsamningi eins starfsmanns sem er með sjúkraliðamenntun verði breytt samkvæmt kjarasamningi LS og Sjúkraliðafélagsins, frá og með 1. nóvember 2008. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 130. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 452. fundur - 30.10.2008

Lagt fram erindi frá 130. fundi félags- og tómstundanefndar varðandi ósk um heimild til að breyta ráðningarsamningi starfsmanns við dagvistun aldraðra á þann veg, að hann verði ráðinn sem sjúkraliði við stofnunina og laun greidd skv. kjarasamningi LN og Sjúkraliðafélagsins frá og með 1. nóvember 2008.
Byggðarráð heimilar breytingu á ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Afgreiðsla 452. fundar byggðarráðs staðfest á 236. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.