Fagmenntun starfsmanna í Dagvist aldraðra
Málsnúmer 0810031
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008
Afgreiðsla 130. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 452. fundur - 30.10.2008
Lagt fram erindi frá 130. fundi félags- og tómstundanefndar varðandi ósk um heimild til að breyta ráðningarsamningi starfsmanns við dagvistun aldraðra á þann veg, að hann verði ráðinn sem sjúkraliði við stofnunina og laun greidd skv. kjarasamningi LN og Sjúkraliðafélagsins frá og með 1. nóvember 2008.
Byggðarráð heimilar breytingu á ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.
Byggðarráð heimilar breytingu á ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008
Afgreiðsla 452. fundar byggðarráðs staðfest á 236. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd telur brýnt að dagvistin hafi á að skipa starfsfólki með menntun og þjálfun sem nýtist í starfi. Nefndin óskar þess að Byggðarráð heimili að ráðningarsamningi eins starfsmanns sem er með sjúkraliðamenntun verði breytt samkvæmt kjarasamningi LS og Sjúkraliðafélagsins, frá og með 1. nóvember 2008. Samþykkt samhljóða.