Fara í efni

Efnahagsástandið - fundur með aðilum vinnumarkaðarins

Málsnúmer 0810040

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 450. fundur - 16.10.2008

Fundur byggðarráðs hófst í Safnahúsinu við Faxatorg þar sem komu á fundinn fulltrúar stéttarfélaga, stærstu fyrirtækja, fjármálastofnana o.fl. í Skagafirði til að ræða stöðu efnahagsmála og áhrifin hér heima fyrir.
Byggðaráð telur mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður, atvinnulíf og íbúar nýti þau tækifæri sem eru til staðar og haldi áfram kröftugri uppbyggingu skagfirsks samfélags.
Ljóst er að þær þrengingar er nú steðja að íslensku efnahagslífi snerta einstaklinga og fyrirtæki í Skagafirði sem og annarsstaðar á landinu. Byggðaráð leggur áherslu á að atvinnulíf og samfélag í Skagafirði finni leiðir til að halda styrk sínum og sækja fram. Mikilvægt er að íbúar muni eftir öflugri velferðaþjónustu í sveitarfélaginu sem þeir eru hvattir til að nýta, þurfi þeir aðstoðar við.

Öflugt atvinnulíf er undirstaða samfélagsins. Byggðaráð mælist til þess að stofnanir sveitarfélagsins, fyrirtæki og íbúar í Skagafirði beini viðskiptum sínum til fyrirtækja í héraði.
Þá leggur byggðaráð áherslu á haldið verði áfram framkvæmdum af hálfu sveitarfélagsins og hvetur ríkisvaldið til að gera slíkt hið sama.

Byggðaráð skorar á ríkisvaldið að efla sveitarfélögin þannig að þau geti sinnt lagalegri og fjárhagslegri ábyrgð sinni. Byggðaráð telur mikil sóknarfæri felast í stofnunun ríkisins á Norðurlandi vestra s.s. Íbúðalánasjóði, Byggðastofnun, Rannsókna- og menntastofnunum, Heilbrigðisstofnunum, Vinnumálastofnun, Fæðingaorlfssjóði, Innheimtumiðstöð sekta ofl. Hvetur Byggðaráð ríkisvaldið til að efla starfsemi og fjölga verkefnum ríkisstofnana á Norðurlandi öllu.

Gert var fundarhlé kl. 11:45 á meðan byggðarráðsmenn færðu sig yfir götuna í fundarsal Ráðhússins þar sem fundi var fram haldið kl. 11:50.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 450. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.