Fara í efni

Þjónustukönnun meðal íbúa í Skagafirði

Málsnúmer 0810081

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 9. fundur - 03.11.2008

Samþykkt að vísa því til Byggðarráðs að framkvæmd verði þjónustukönnun meðal íbúa. Byggt verði á könnun sem framkvæmd verði árið 2003.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 11. fundur - 17.11.2008

Framkomið nýtt tilboð í framkvæmdina að upphæð 1,5 mkr. Bíður ákvörðunar byggðarráðs.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 14. fundur - 18.12.2008

Erindið þarf að fara sem formlegt erindi inn til byggðaráðs. Gögn eru til í einum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 461. fundur - 08.01.2009

Árið 2005 og 2006 fór fram þjónustukönnun meðal íbúa í Skagafirði sem unnin var af Capacent Gallup. Framkvæmdaráð sveitarfélagsins leggur til við byggðarráð að þjónustukönnun verði gerð á árinu 2009. Lögð fram rannsóknartillaga frá Capacent Gallup að sveitarfélagskönnun.
Byggðarráð tekur undir með framkvæmdaráði að rétt sé að gera slíka könnun og felur fjármálastjóra að kanna betur kostnaðarhliðina og meta möguleika á hvort hægt sé að gera þetta hér heima fyrir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 465. fundur - 27.01.2009

Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Capacent Gallup á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja, enda gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun 2009.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 465. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 461. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.03.2009

Von er á nýrri útgáfu af spurningalista frá Capacent Gallup.
Verður sendur stjórum til yfirferðar þegar hann berst.
Herdís sagði frá könnun meðal íbúa sem unnin er í samvinnu við Borgarbyggð.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 24. fundur - 06.04.2009

Farið yfir spurningalistann, lokayfirferð. Samþykktur eins og hann lítur út eftir breytingar sem gerðar voru á fundinum. Rædd var tímasetning fyrirlagnar könnunar og taldi ráðið rétt að setja hana af stað fljótlega. Heiðar, eða staðgengill hans, kemur könnuninni af stað í samvinnu við Capacent.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 34. fundur - 31.08.2009

Áskell Heiðar fór yfir niðurstöður þjónustukönnunar í sveitarfélaginu sem framkvæmd var af Capacent Gallup á tímabilinu maí og júní 2009. Þetta er í annað sinn sem könnun þessi er lögð fyrir íbúa sveitarfélagsins. Svarendur voru 552 eða 47% úrtaksins. Niðurstöður benda til þess að almennt hafi ánægja með einstaka þjónustuþætti aukist frá fyrri könnun. Niðurstöðurnar verða kynntar sveitarstjórnarfulltrúum þriðjudaginn 8. september n.k. og í framhaldinu starfsmönnum og íbúum sveitarfélagsins. Því var beint til sviðsstjóra að koma ábendingum og óskum um frekari greiningar svara innan málaflokkanna til Áskels Heiðars.

Menningar- og kynningarnefnd - 40. fundur - 17.09.2009

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr þjónustukönnun Capacent sem gerð var fyrir sveitarfélagið. Nefndin ræddi sérstaklega þá liði sem varða starfssvið hennar. Meðal niðurstaðna er að ánægja með menningarframboð hefur aukist frá síðustu könnun árið 2005 og fagnar nefndin því. Þá kemur einnig fram að starfsemi safna í Skagafirði fær góða dóma íbúa. Hinsvegar er áhyggjuefni að íbúar eru almennt óánægðir með aðgengi að upplýsingum um afgreiðslu mála og ákvarðanatöku hjá sveitarfélaginu. Menningar- og kynningarnefnd skorar á nefndir og ráð sveitarfélagsins að bregðast við vilja íbúa með því að fylgja ákvörðunum sínum betur eftir með aukinni kynningu til íbúa.
Ennfremur ákveður nefndin að taka heimasíðu sveitarfélagsins til endurskoðunar.