Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Endurskoðun menningarsamnings - Menningarráð Nv.
Málsnúmer 0907003Vakta málsnúmer
2.Örnefnaskráning - umsókn um styrk
Málsnúmer 0903070Vakta málsnúmer
Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu, styrkveitingar til menningarmála í sveitarfélaginu fara fram á vettvangi Menningarráðs Norðurlands vestra.
3.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs
Málsnúmer 0812021Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að nýtingarstefnu Menningarhússins Miðgarðs sem nefndin samþykkir fyrir sitt leiti. Ákveðið að óska eftir fundi með öðrum eigendum hússins hið fyrsta og leggja nýtingarstefnuna fyrir þá.
4.Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga
Málsnúmer 0909080Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Bandalagi íslenskra leikfélaga þar sem leitað er eftir húsnæði fyrir sumarskóla sambandsins. Guðrúnu Brynleifsdóttur falið að ræða við forsvarsmenn bandalagsins og kynna þeim aðstæður í Skagafirði.
5.Áshús samningur um veitingasölu
Málsnúmer 0903059Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar samningur milli Byggðasafnsins og rekstraraðila veitingasölu í Áshúsi.
6.Þjónustukönnun meðal íbúa í Skagafirði
Málsnúmer 0810081Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr þjónustukönnun Capacent sem gerð var fyrir sveitarfélagið. Nefndin ræddi sérstaklega þá liði sem varða starfssvið hennar. Meðal niðurstaðna er að ánægja með menningarframboð hefur aukist frá síðustu könnun árið 2005 og fagnar nefndin því. Þá kemur einnig fram að starfsemi safna í Skagafirði fær góða dóma íbúa. Hinsvegar er áhyggjuefni að íbúar eru almennt óánægðir með aðgengi að upplýsingum um afgreiðslu mála og ákvarðanatöku hjá sveitarfélaginu. Menningar- og kynningarnefnd skorar á nefndir og ráð sveitarfélagsins að bregðast við vilja íbúa með því að fylgja ákvörðunum sínum betur eftir með aukinni kynningu til íbúa.
Ennfremur ákveður nefndin að taka heimasíðu sveitarfélagsins til endurskoðunar.
Ennfremur ákveður nefndin að taka heimasíðu sveitarfélagsins til endurskoðunar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Nefndin hvetur málsaðila til þess að endurnýja samning um menningarmál á Norðurlandi vestra, enda hefur núverandi samningur verið lyftistöng fyrir menningarlíf á svæðinu.