Fara í efni

Þjónustuhópur aldraðra í Skagafirði - skipan

Málsnúmer 0811018

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 133. fundur - 11.11.2008

Þjónustuhópur aldraðra skal starfa í sveitarfélaginu skv. lögum um málefni aldraðra. Með nýjum lögum um vistunarmat hefur hlutverki þjónustuhóps verið breytt og hefur dregist að fullskipa í hópinn.
Lagt fram bréf Þórunnar Elfu Guðnadóttur þar sem hún óskar lausnar frá setu í þjónustuhópi aldraðra. Bréfinu vísað til sveitarstjórnar. Jafnframt lagt til við sveitarstjórn að félagsmálastjóri verði skipaður í hennar stað og að leitað verði tilnefningar fulltrúa Heilbrigðisstofnunar og Félags eldri borgara í Skagafirði í þjónustuhópinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Lagt fram bréf, dags. 11.11.08, frá Þórunni Elfu Guðnadóttur, þar sem hún óskar lausnar frá setu í Þjónustuhópi aldraðra. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Þórunni ótímabundna lausn frá setu í þjónustuhópnum.

Tilnefndur í stað Þórunnar Elfu Guðnadóttur: Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri.
Tilnefndur fulltrúi Félags eldri borgara: Guðmundur Márusson.
Tilnefndir fulltrúar Heilbrigðisstofnunar: Guðrún Jóhannsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson heilsugæslulæknir.

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessi því rétt kjörin.