Fara í efni

Gjaldskrármál - Umhverfis-og samgöngunefnd

Málsnúmer 0901048

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 38. fundur - 21.01.2009

Gjaldskrármál ? Breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun. Sorphirðugjald í þéttbýli þar sem sorphirða fer fram: Árlegt gjald miðað við ílát verði sem hér segir: Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði kr. 15.000.-Sorpeyðingargjald á ílát ? íbúðarhúsnæði kr.9.000.- Sorphirðugjald á ílát, sumarhús kr. 7.000.- Árlegt sorpurðunargjald frá atvinnurekstri og húsnæði í dreifbýli svo og öðru húsnæði og stofnunum, sem nota gáma og/eða hafa aðgang að urðunar- og söfnunarsvæðum sveitarfélagsins. Fyrirtækjum er raðað í flokka samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar miðað við magn og umfang úrgangs. Gjaldið er sem hér segir: Flokkur 1 kr. 10.800. Flokkur 2 kr. 60.000. Flokkur 3 kr. 180.000. Flokkur 4 kr. 350.000. Flokkur 5 kr. 680.000.- Á bújörðum með atvinnustarfsemi verði sorphirðugjald kr. 18.000.- fyrir þjónustubýli kr. 10.000.- og sumarbústaðir kr. 7.000.- Samþykkt að vísa þessum breytingatillögum til Byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 464. fundur - 22.01.2009

Lögð fram breytingartillaga frá 38. fundi umhverfis- og samgöngunefndar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun á árinu 2009.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Byggðarráð samþykkir að breyta 3. grein í gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0-2000 ltr. Árgjald 4.300 Tæmingargjald 14.400
Rotþró 2001-4000 ltr. Árgjald 5.000 Tæmingargjald 16.900
Rotþró 4001-6000 ltr. Árgjald 6.000 Tæmingargjald 20.160
Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6001 ltr. skal vera 3600 kr/m3 fyrir hverja losun.
Aukagjald ef nota þarf barka sem er lengri en 50 mtr. er 5200 kr. fyrir hverja losun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 464. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 38. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði skv. afgreiðslu á 51. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 501. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Tillaga frá fulltrúum sjálfstæðisflokks: "Sveitarstjórn samþykkir að sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu verði kr. 20.000 á árinu 2010."

"Tillagan borin undir atkvæði og felld með 3 atkvæðum gegn 5, einn sat hjá.

Gísli Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.