Fara í efni

Refaeyðing á Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 0903002

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 140. fundur - 26.02.2009

Borist hefur reikningur frá Húnavatnshreppi v. refaveiða á Eyvindarstaðaheiði 2008, að upph. kr. 384.411,-. Hlutur Sveitarfél. Skagafj. er kr. 271.349,-. Vegna þessa reiknings sendi formaður Landbúnaðarnefndar bréf til gjaldkera Húnavatnshrepps þar sem óskað er eftir viðræðum um fyrirkomulag veiðanna og settar fram athugasemdir við upphæð reikningsins, þar sem ekki hefur verið haft samband um fyrirkomulag veiðanna.
Í framhaldi bréfs Einars er boðað til fundar í Húnaveri n.k. mánudag 2. mars. Landbúnaðarnefnd ásamt starfsmanni mun mæta á fundinn.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 141. fundur - 02.03.2009

Tilefni fundarins var að ræða samskipti sveitarfélaganna um ýmis mál er varðaði Eyvindarstaðaheiði, m.a. grenjavinnslu en sveitarfélaginu hafði borist reikningur vegna veiðanna fyrir árið 2008 að upphæð kr. 271 þús., sem er 12/17 kostnaðar (hlutur sveitarfélagins).
Landbúnaðarnefnd Sveitarfél. Skagafjarðar þótti þessi reikningur mjög hár, miðað við veidd dýr.
Ekki hefur verið haft samráð um veiðarnar við Sveitarfél. Skagafj. og þótti því ástæða til að fá umræður um þessar veiðar og fyrirkomulag, sbr. bréf Einars E. Einarssonar til Húnavatnshrepps þ. 25. jan. sl., þar sem m.a. var greint frá fyrirkomulagi um refaveiðar í Sveitarfél. Skagaf.
Allnokkur umræða fór fram um veiðarnar á heiðinni.
Samþykkt var að greiða umræddan reikning en jafnframt samþykkt að setja kvóta á veiðarnar hér eftir og Sveitarfél. Skagafj. greiði að hámarki fyrir 20 dýr samkv. gjaldskrá Sveitarfél. Skagafj.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 140. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 141. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.