Skagafjarðarhafnir - gámalóðir
Málsnúmer 0905036
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 15.05.2009
Gunnar Steingrímsson hafnarvörður óskar heimildar nefndarinnar til að jafna svæði það sem er suð-vestur af smábátabryggjunni og nýta það fyrir gáma sem hinir ýmsu trillukarlar eru með á planinu austan við Dögun. Nefndin fellst á erindið, en leggur áherslu á að lóð verði ekki úthlutað á svæðinu fyrr en að lokinni gerð deiliskipulags.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009
Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.