Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

42. fundur 15. maí 2009 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umhverfismál - almennt

Málsnúmer 0905037Vakta málsnúmer

A fundinn komu Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri, Gunnar Pétursson yfirverkstjóri og Ingvar Páll Ingvarsson tæknifræðingur til viðræðna við nefndina vegna átaksverkefna til atvinnusköpunar sumarið 2009. Félags- og tómstundanefnd var falin umsjón með atvinnuátaksverkefninu. Helgu og Gunnari falið að skoða þetta verkefni með forvígismönnum vinnuskólans. Samþykkt að auglýsa hreinsunarátak í þéttbýli dagana 25. maí til 3. júní. Umhverfisverðlaun 2009 verða veitt í ár í samstarfi við Soroptimistasystur eins og verið hefur. Helga, Gunnar og Ingvar Páll viku nú af fundi.

2.Skagafjarðarhafnir - gámalóðir

Málsnúmer 0905036Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson hafnarvörður óskar heimildar nefndarinnar til að jafna svæði það sem er suð-vestur af smábátabryggjunni og nýta það fyrir gáma sem hinir ýmsu trillukarlar eru með á planinu austan við Dögun. Nefndin fellst á erindið, en leggur áherslu á að lóð verði ekki úthlutað á svæðinu fyrr en að lokinni gerð deiliskipulags.

3.Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 0807034Vakta málsnúmer

Byggingu Suðurgarðs við Sauðárkrókshöfn er nú samkvæmt útboðs og verklýsingu gerðri í júní 2008 lokið. Garðurinn er 350 m langur. Í garðinn fóru um 11.300 m3 af sprengdu grjóti, um 43.000 m3 af sprengdum kjarna. Lokaúttekt á verkinu verður nk. mánudag.

4.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer

Siglingaklúbburinn Drangey sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugámi norðan Suðurgarðs og heimild til að setja létta flotbryggju í sandfjöruna norðan garðsins. Sem stendur er svæðið athafna- og vinnusvæði og ekki hægt að samþykkja erindið að svo stöddu.

Fundi slitið - kl. 10:00.