Umhverfismál - almennt
Málsnúmer 0905037
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 15.05.2009
A fundinn komu Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri, Gunnar Pétursson yfirverkstjóri og Ingvar Páll Ingvarsson tæknifræðingur til viðræðna við nefndina vegna átaksverkefna til atvinnusköpunar sumarið 2009. Félags- og tómstundanefnd var falin umsjón með atvinnuátaksverkefninu. Helgu og Gunnari falið að skoða þetta verkefni með forvígismönnum vinnuskólans. Samþykkt að auglýsa hreinsunarátak í þéttbýli dagana 25. maí til 3. júní. Umhverfisverðlaun 2009 verða veitt í ár í samstarfi við Soroptimistasystur eins og verið hefur. Helga, Gunnar og Ingvar Páll viku nú af fundi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009
Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.