Fara í efni

Sjálfbært samfélag í Fljótum

Málsnúmer 0906037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 481. fundur - 18.06.2009

Erindi frá Trausta Sveinssyni, Bjarnargili, Fljótum, dags. 14. júní 2009. Þar fer hann þess á leit við Sveitarstjórn Skagafjarðar að hafa forgöngu um að hrinda í framkvæmd verkefni um sjálfbært samfélag í Fljótum. Slíkt verkefni geti fallið undir Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 44. fundur - 26.06.2009

Umhverfis- og samgöngunefnd telur að ekki sé hægt að verða við erindi Trausta Sveinssonar. Mjög er óvíst um kostnað og fjármögnun verkefnisins. Þá telur nefndin ekki rétt að taka eitt íbúasvæði Sveitarfélagsins sérstaklega fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 481. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 44. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.