Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

481. fundur 18. júní 2009 kl. 08:30 - 10:21 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Engilráð Margrét Sigurðardóttir, skjalastjóri.
Dagskrá

1.Fjárlaganefnd - umsóknir v fjárlagaársins 2010

Málsnúmer 0906049Vakta málsnúmer

Farið yfir erindi til að leggja fyrir fjárlaganefnd Alþingis og gengið frá endalegum gögnum.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gögn. Samþykkt að óska eftir fundi með nefndinni og fylgja erindunum eftir. Samþykkt að byggðarráð ásamt sveitarstjóra sæki fundinn.

2.Fundur með byggðarráði

Málsnúmer 0906050Vakta málsnúmer

Á fundinn komu Árni Egilsson, formaður Starfsm.fél. Skagafjarðar og Þórarinn Sverrisson, form. Öldunnar, stéttarfélags. Farið yfir stöðu og horfur í atvinnumálum á svæðinu og starfsmannamál sveitarfélagsins.
Árni og Þórarinn viku af fundi.

3.Skálabygging á skíðasvæðinu í Tindastóli

Málsnúmer 0906042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dags. 11. júní 2009, frá Skíðadeild Tindastóls. Þar er óskað eftir fundi með byggðarráði til að fara yfir stöðu mála á skíðasvæði.
Byggðarráð samþykkir að verða við ósk um fund.

4.Sjálfbært samfélag í Fljótum

Málsnúmer 0906037Vakta málsnúmer

Erindi frá Trausta Sveinssyni, Bjarnargili, Fljótum, dags. 14. júní 2009. Þar fer hann þess á leit við Sveitarstjórn Skagafjarðar að hafa forgöngu um að hrinda í framkvæmd verkefni um sjálfbært samfélag í Fljótum. Slíkt verkefni geti fallið undir Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

5.Eigendafundur Norðurár bs 2009

Málsnúmer 0906017Vakta málsnúmer

Á eigendafundi Norðurár bs, sem haldinn var í Varmahlíð 15. júní 2009 var samþykkt að beina eftirfarandi tillögu stjórnar til aðildarsveitarfélaga Norðurár bs:
"Aðildarsveitarfélög Norðurár bs samþykkja að ráðist verði í gerð urðunarstaðar að Sölvabakka á forsendum þeirra gagna sem lögð eru fram á eigendafundi Norðurár bs 15. júní 2009. Jafnframt samþykkja sveitarfélögin að ábyrgjast þær lántökur, sem þarf að afla vegna stofnkostnaðar við gerð urðunarstaðarins.
Með samþykkt um að ráðast verði í verkefnið staðfestist leigusamningur um land til urðunar að Sölvabakka sem ein af forsendum þess."
Málin rædd og verður tillagan tekin til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

6.Málefni dagmæðra

Málsnúmer 0901057Vakta málsnúmer

Lögð fram fundarbókun Félags- og tómstundanefndar frá 16. júní sl. þar sem samþykkt er að sækja til byggðaráðs um aukafjárveitingu allt að 500.000 kr. til styrktar starfsemi dagmæðra.
Byggðarráð samþykkir erindið. Samþykkt að færa kr. 500.000 af lið 21-890 Ýmsir styrkir, yfir á styrktarlið félagsþjónustu.

Fundi slitið - kl. 10:21.