Sorpurðun og hreinsun
Málsnúmer 0906067
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 44. fundur - 26.06.2009
Á fundinn kom Ómar Kjartansson til viðræðna við nefndina um sorphirðu, endurvinnslu, urðun og flokkun. Sviðsstjóra og formanni falið að gera drög að gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs. Stefnt að því að ný gjaldskrá taki gildi um næstu áramót og þá verði rekstraraðilum gert að greiða fyrir móttöku alls úrgangs að undanskildum þeim úrgangsflokkum sem bera úrvinnslu- eða skilagjald. Almenningur greiði ekki fyrir úrgang sem myndast við venjulegan heimilisrekstur en ætlast er til að hann sé flokkaður. Einungis þarf að greiða fyrir stærri farma s.s. úrgang frá byggingum eða breytingu íbúðarhúsnæðis. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við Byggðarráð að hafin verði flokkun sorps á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu næstu áramót. Þriggja tunnu kerfi verði notað.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 44. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 483. fundur - 02.07.2009
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 26. júní 2009 er þeirri tillögu beint til Byggðarráðs að hafin verði flokkun sorps á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu um næstu áramót. Þriggja tunnu kerfi verði notað.
Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.