Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.UB koltrefjar ehf.
Málsnúmer 0904049Vakta málsnúmer
2.Árskóli - viðbygging - framkvæmdir og fjármögnun
Málsnúmer 0906024Vakta málsnúmer
Lagt er til að gerð verði úttekt á hagkvæmni flutnings starfsemi Árskóla undir eitt þak ásamt annarri starfsemi og að samhliða verði gerð úttekt skv. 65. gr. sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð samþykkir að gerð verði úttekt skv. meðfylgjandi gögnum og felur sveitarstjóra að semja um verkefnið við KPMG á grundvelli þeirra draga, sem fyrir fundinum lágu.
Byggðarráð samþykkir að gerð verði úttekt skv. meðfylgjandi gögnum og felur sveitarstjóra að semja um verkefnið við KPMG á grundvelli þeirra draga, sem fyrir fundinum lágu.
3.Sorpurðun og hreinsun
Málsnúmer 0906067Vakta málsnúmer
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 26. júní 2009 er þeirri tillögu beint til Byggðarráðs að hafin verði flokkun sorps á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu um næstu áramót. Þriggja tunnu kerfi verði notað.
Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
4.Þriggja ára áætlun 2010-2012
Málsnúmer 0902071Vakta málsnúmer
Þriggja ára áætlun lögð fram til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni, með áorðnum breytingum sem farið var yfir á fundinum, til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnum er skylt skv. lögum að leggja fram stefnumótandi áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins árlega, áætlunin á að vera leiðbeinandi fyrir stjórn sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Ljóst er að aðstæður efnahagsmála í þjóðfélaginu gera sveitarfélögunum nú illmögulegt að gera raunhæfar áætlanir til lengri tíma. Þriggja ára áætlunin er því að þessu sinni fyrst og fremst unnin og sett fram til að uppfylla lagalegar skyldur. Horft verður til þess að leggja fram raunhæfa stefnumótandi áætlun með fjárhagsáætlun 2010.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni, með áorðnum breytingum sem farið var yfir á fundinum, til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnum er skylt skv. lögum að leggja fram stefnumótandi áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins árlega, áætlunin á að vera leiðbeinandi fyrir stjórn sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Ljóst er að aðstæður efnahagsmála í þjóðfélaginu gera sveitarfélögunum nú illmögulegt að gera raunhæfar áætlanir til lengri tíma. Þriggja ára áætlunin er því að þessu sinni fyrst og fremst unnin og sett fram til að uppfylla lagalegar skyldur. Horft verður til þess að leggja fram raunhæfa stefnumótandi áætlun með fjárhagsáætlun 2010.
5.Utanverðunes - Minnisvarði um Jón Ósmann
Málsnúmer 0707002Vakta málsnúmer
Stefán Guðmundsson og þeir sem með honum hafa ötullega unnið að uppsetningu á minnisvarða um Jón Ósmann á Utanverðunesi hafa komið að máli við sveitarstjóra og greint frá vilja sínum til þess að færa sveitarfélaginu minnisvarðann til eignar við afhjúpun hans sem fyrirhuguð er sunnudaginn 5. júlí n.k. Samband hefur verið haft við Vegagerðina þar sem minnisvarðinn mun standa á áningarsvæði á hennar vegum.
Byggðarráð þakkar gjöfina og þeim sem hafa að þessu verkefni staðið.
Byggðarráð þakkar gjöfina og þeim sem hafa að þessu verkefni staðið.
6.Hofsstaðir 146408 - Umsögn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 0906072Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem Vésteinn Vésteinsson kt. 180942-4759, Hofsstöðum, f.h. Gestagarðs ehf kt. 630609-0970, sækir um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Hofsstöðum, Viðvíkurhr. Umsækjandi er jafnframt forsvarsmaður.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
7.Árgarður - Umsögn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 0906073Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem Ragnheiður Ósk Jónsdóttir, kt. 260274-3929, Lækjarbakka 7, Steinsstöðum, f.h. Félagsheimilisins Árgarðs, Steinsstöðum, kt. 480475-0549, sækir um rekstrarleyfi fyrir samkomusal og svefnpokagistingu í Félagsheimilinu Árgarði. Umsækjandi er jafnframt forsvarsmaður.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.Staða byggingariðnaðarins
Málsnúmer 0811080Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Meistarafélagi byggingamanna á Norðurlandi, dags. 22. júní sl., varðandi stöðu byggingariðnaðarins, þar sem félagið hvetur enn á ný til þess að sveitarstjórn hafi frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu. Bent er á nauðsyn þess að forgangsraða verkefnum með tilliti til atvinnusköpunar. Vanda skuli val á verktökum og varað er við að taka verulegum undirboðum.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Fór hann yfir starfsemi UB koltrefja og lagði fram minnisblað um stöðu félagsins og helstu verkefni. Vék síðan af fundi.
Á stjórnarfundi UB koltrefja ehf 16. júní 2009 samþykkti stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um 10 millj. kr. að nafnverði, skv. heimild sem samþykkt var á aðalfundi 27. apríl 2009.
Sveitarfél. Skagafjörður er skráð fyrir 5 millj. króna hlut af 25 millj. kr. núverandi hlutafjár. Forkaupsréttur félagsins er því 2 millj. kr. að nafnverði og kaupverði.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér forkaupsréttinn og auka hlutafé sveitarfélagsins í UB koltrefjum. Upphæðin færist á fjárfestingalið aðalsjóðs.