Akstursþjónusta fatlaðra
Málsnúmer 0908087
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 01.09.2009
Vegna aukinnar eftirspurnar er nauðsynlegt að gera viðbótarsamning um akstur fatlaðra á Sauðárkróki. Nefndin beinir því til Byggðarráðs að veita auknu fé til þessa málaflokks. Nefndi felur félagsmálastjóra að undirbúa nýjan samning um aksturinn í samráði við fjármálastjóra.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 488. fundur - 03.09.2009
Erindi vísað frá 147. fundi félags- og tómstundanefndar. Nefndin beinir því til byggðarráðs að veita auknu fé til akstursþjónustu fatlaðra.
Byggðarráð telur nauðsynlegt að fyrir liggi ný drög að samningi við Suðurleiðir ehf hið fyrsta áður en ákvörðun verður tekin um breytingar á fjárhagsáætlun ársins. Gengið verði út frá því að akstursþjónustu verði sinnt samkvæmt þörf eins og verið hefur. Afgreiðslu frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð telur nauðsynlegt að fyrir liggi ný drög að samningi við Suðurleiðir ehf hið fyrsta áður en ákvörðun verður tekin um breytingar á fjárhagsáætlun ársins. Gengið verði út frá því að akstursþjónustu verði sinnt samkvæmt þörf eins og verið hefur. Afgreiðslu frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.