Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Styrkur til forvarnarátaks í menntaskólum landsins
Málsnúmer 0908052Vakta málsnúmer
2.Akstursþjónusta fatlaðra
Málsnúmer 0908087Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 147. fundi félags- og tómstundanefndar. Nefndin beinir því til byggðarráðs að veita auknu fé til akstursþjónustu fatlaðra.
Byggðarráð telur nauðsynlegt að fyrir liggi ný drög að samningi við Suðurleiðir ehf hið fyrsta áður en ákvörðun verður tekin um breytingar á fjárhagsáætlun ársins. Gengið verði út frá því að akstursþjónustu verði sinnt samkvæmt þörf eins og verið hefur. Afgreiðslu frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð telur nauðsynlegt að fyrir liggi ný drög að samningi við Suðurleiðir ehf hið fyrsta áður en ákvörðun verður tekin um breytingar á fjárhagsáætlun ársins. Gengið verði út frá því að akstursþjónustu verði sinnt samkvæmt þörf eins og verið hefur. Afgreiðslu frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.
3.Fjárlaganefnd - umsóknir v fjárlagaársins 2010
Málsnúmer 0906049Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnum er boðið til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Áætlaðir fundardagar eru áætlaðir 28. og 30. september. Einnig er boðið upp á fjarfundi 29. september nk. Ganga þarf frá tímasetningu fyrir 11. september nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að reyna að ná fundi með fjárlaganefnd 30. september nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að reyna að ná fundi með fjárlaganefnd 30. september nk.
4.Frumvarp um endurskoðun á EES-samningi
Málsnúmer 0908057Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 147. mál, matvælalöggjöf, EES-reglur. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar en 17. september nk.
5.Ráðgjöf og upplýsingamiðlun
Málsnúmer 0908051Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Evrópuskrifstofunni ehf, þar sem fram kemur að fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og upplýsingamiðlun um hin ýmsu málefni sem varða Evrópusambandið og innri markaði þess.
6.Ársþing SSNV 2009, nr. 17
Málsnúmer 0901030Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun 17. ársþings SSNV ásamt fundargerð þingsins.
Fundi slitið - kl. 11:06.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.