Fara í efni

Hraun I lóð 146823 - Umsókn um lóðar breytingu

Málsnúmer 0909129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 185. fundur - 30.09.2009






    G.Viðar Pétursson og Guðrún Björk Pétursdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hraun 1 landnúmer 146818 og lóðar með landnúmer 146823 í landi jarðarinnar Hraun 1 Fljótum í Skagafirði, óska eftir leyfi til þess að minnka lóðina. Lóðin var áður athafnasvæði Miklalax ehf. og og stærðin 40.000 m2. Sótt er um að minnka lóðina í 2518,6 m2 líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7523, dags.31. ágúst 2009. Á lóðinni sendur steinsteypt geymsluhús  áður rafstöðvarhús, og upp að því geymsluhús úr timbri. Einnig er sótt um leyfi til þess að fjarlægja timburhúsið. Erindið samþykkt.