Skipulags- og byggingarnefnd
1.Stóra-Þverá lóð 1 (218835) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 0909123Vakta málsnúmer
2.Sauðárkrókur 218097 - Iðnaðarsvæði, Borgarmýri lóðarmál.
Málsnúmer 0909133Vakta málsnúmer
Borgarmýri 5 og 5a Sauðárkróki, Lóðarmál. Fyrir liggur tillaga frá skipulags- og byggingarfulltrúa um breytingu á lóðunum nr.5 og 5a við Borgarmýri þannig að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð Borgarmýri 5. Stærð nýju lóðarinnar verður 9320 m2. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Borgarmýri 5.
3.Eyrartún 6 (174150) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909113Vakta málsnúmer
Eyrartún 6 Sauðárkróki umsókn um lóðargirðingu – Gunnar Helgason Eyrartúni 6 á Sauðárkróki óskar heimildar til að girða lóð sína með trégirðingu sem nánar er gerð grein fyrir í umsókn viðkomandi. Þá fylgir erindinu skriflegt samþykki íbúa nálægra lóða. Erindið samþykkt.
4.Hólmagrund 22 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909109Vakta málsnúmer
Bragi Skúlason Hólmagrund 22 Sauðárkróki óskar heimildar til að byggja verönd og setja niður setlaug á veröndina samkvæmt framlögðum gögnum sem unnin eru af Skúla Bragasyni kt. 280272-3619. Erindið er samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
5.Skagfirðingabraut 143718 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909130Vakta málsnúmer
Skagfirðingabraut Sauðárkróki, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Mjólkursamlagið við Skagfirðingabraut og óskar heimildar til að reisa ísvatnstanka við húsið. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 5310, nr., A101, A102 og A103 og eru þeir dagsettir 21. september 2009. Erindið er samþykkt.
6.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir
Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer
Erindi Jakobs F. Þorsteinssonar tekið til umfjöllunar. Lagt fram erindi Siglingaklúbbsins Drangey undirritað af Jakob F. Þorsteinssyni og dagsett er 9. september 2009. Erindinu er vísað til gerðar deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að aðstöðuhús siglingaklúbbsins standi þar til gerð deiliskipulagsins er lokið. Það getur þá orðið að víkja. Umsækjendur verða boðaðir til fundar og þeim kynnt vinna við deiliskipilagsgerð hafnarsvæðisins áður en það verður tekið til endanlegrar afgreiðslu í nefndinni.
7.Hraun I lóð 146823 - Umsókn um lóðar breytingu
Málsnúmer 0909129Vakta málsnúmer
8.Suðurbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909067Vakta málsnúmer
Suðurbraut 1 Hofsósi Umsókn um leyfi fyrir utanhúsklæðningu. Marteinn Sigmundsson eigandi einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 1 við Suðurbraut á Hofsósi sækir hér með um leyfi til að breyta útliti íbúðarhússins. Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan ásamt því að byggja skyggni yfir aðalinngang samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er af Reyni Pálssyni kt. 080745-2819. Erindið samþykkt.
9.Fyrirspurn um byggingarlóð
Málsnúmer 0909078Vakta málsnúmer
Fyrirspurn um íbúðarhúslóð. Þórólfur Gíslason spyrst fyrir um lóð fyrir um 250 m2 einbýlishús á einni hæð og óskar sérstaklega eftir að fá svar við hvort til greina komi að hluta af opnu svæði milli Dalatúns og Ártúns verði breytt í íbúðarhúsalóð og að þar fáist leyfi fyrir byggingu hússins. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að kanna hug íbúa við Ártún og Dalatún til erindisins.
10.Eyrartún 2 - Umsókn um breikkun innkekyrslu
Málsnúmer 0909065Vakta málsnúmer
Eyrartún 2 Sauðárkróki. Umsókn um leyfi fyrir breiðari heimkeyrslu. Hörður Knútsson Eyrartúni 2 óskar heimildar til að breikka heimkeyrslu að íbúðarhúsinu eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af honum sjálfum. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill árétta fyrri ábendingar um að slíkar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.
11.Birkimelur 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909034Vakta málsnúmer
1 Birkimelur 5 Varmahlíð. Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu. Jón M. Katarínusson og Hrafnhildur Björnsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við einbýlishúsið að Birkimel 5 í Varmahlíð. Erindið var áður á fundum nefndarinnar þann 13. maí 2009 og 17. júlí 2009. Eigendum eftirtalinna húsa við Birkimel. nr. 3, 7, 8a, 8b, 10, 12, 14, 16 og 18 var grenndarkynnt erindið. Engar athugasemdir bárust. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir byggingarleyfi sem byggt er á framlögðum aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7498, nr., A-100, A-101, A-102 og A-103 og eru þeir dagsettir 23. júlí 2009.
12.Ríp 2 146396 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909043Vakta málsnúmer
1 Ríp 2 í Hegranesi Umsókn um leyfi fyrir utanhúsklæðningu. Birgir Þórðarson eigandi jarðarinnar Ríp 2, landnr. 146396 í Hegranesi sækir hér um leyfi til að breyta útliti íbúðarhússins á jörðinni. Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan. Einangrað verður með 75 mm steinull í 45 x 70 mm í álplötukerfi.
Skipt hefur verið um glugga í húsinu og hefur þeim breytt. Breytingin felst í að opnanleg fög hafa verið færð til og gerð þannig að þau nýtist sem björgunarop. Óskað er eftir að nefndin samþykki þegar gerðar gluggabreytingar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
13.Smáragrund 2 - Ytri merkingar Vínbúðarinnar á Skr.
Málsnúmer 0909127Vakta málsnúmer
1 Smáragrund 2 ÁTVR. Umsókn um leyfi fyrir auglýsingaskiltum. Jóna Grétarsdóttir fh. ÁTVR sækir um leyfi til að setja upp vínbúðarskilti á fasteignina Smáragrund 2 á Sauðárkróki og einnig um leyfi fyrir vínbúðarskilti á gatnamótum Skagfirðingabrautar og Öldustígs samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að skilti verði sett upp á fasteignina Smáragrund 2 en hafnar skilti á gatnamótum Skagfirðingabrautar og Öldustígs.
14.Eyrarvegur 143292 - Fyrirspurn um byggingu
Málsnúmer 0909108Vakta málsnúmer
EEyrarvegur Verið – Fyrirspurn um viðbyggingu . Jón E. Friðriksson fh. FISK Seafood. Frammlagðir fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 49232, nr., A-100, A-101, A-102 og A-103 og eru þeir dagsettir 29. september 2009. Erindið samþykkt. Vegna framlagðra fyrirspurnaruppdrátta og þeirrar staðreyndar að lítið byggingarland er á Eyrinni vill Skipulags- og byggingarnefnd velta upp þeim möguleika að byggðar verði fleiri hæðir á byggingarreitnum.
15.Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016 - kynning á breytingu.
Málsnúmer 0909134Vakta málsnúmer
1Svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu Bréf Valgarðs Hilmarssonar dags 17.09.2009. Erindið lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:15.
RARIK Garðar Briem. Garðar Briem óskar f.h RARIK heimildar til að stofna lóð úr landi jarðarinnar Stóru Þverár í Fljótum sem er í eigu RARIK. Meðfylgjandi erindinu er afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 3318, nr., S01 dagsettur 14. september 2009. Landið sem um ræðir verður tekið úr landbúnaðarnotum og tekið er fram að öll hlunnindi og lögbýlaréttur muni áfram fylgja jörðinni Stóru Þverá sem hefur landnúmer 146906. Meðfylgjandi umsókn eru afrit af byggingarbréfi og yfirlýsingu um eignarhald á húsum. Erindið samþykkt.