Fjárlög 2010 - Fjárveitingar á Norðurl. vestra og í Skagafjörð.
Málsnúmer 0910026
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 253. fundur - 20.10.2009
Afgreiðsla 492. fundar byggðaráðs staðfest á 253. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið, með samantekt úr fjárlagafrumvarpi 2010 um fjárveitingar í Skagafjörð. Hafsteinn Sæmundsson forstöðumaður Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki kom einnig inn á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið og fór yfir stöðuna gagnvart stofnuninni.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skerðingar á fjárframlögum til opinberra stofnana í sveitarfélaginu og fækkunar starfa sem af því mun leiða, án þess að sýnt sé að af því hljótist raunverulegur sparnaður. Er þar sérstaklega átt við kerfisbreytingar er m.a. varða sýslumannsembættið á Sauðárkróki og Héraðsdómstól Norðurlands vestra, sem valda aukinni miðstýringu vegna flutnings stjórnunarstarfa burt af svæðinu. Byggðarráð óskar eindregið eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis hið allra fyrsta og samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þeirri ósk á framfæri.