Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

492. fundur 08. október 2009 kl. 10:00 - 12:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tilnefningar í starfshóp

Málsnúmer 0909053Vakta málsnúmer

Erindi frá stjórn SSNV þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp sem kanna á möguleika á frekara samstarfi og samþættingu félags- og skólaþjónustu á Norðurlandi vestra. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi ráðsins.

Byggðarráð samþykkir að Sveinn Allan Morthens og Sigríður Björnsdóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins í starfshópnum.

2.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Ræddur undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2010. Sveitarstjóri lagði fram áætlun um vinnutilhögun og dagsetningar varðandi fjárhagsáætlunargerð.

Byggðarráð samþykkir framlagða vinnutilhögun.

3.Umsögn um kosningalagafrumvarp

Málsnúmer 0909076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um kosningalagafrumvarp.

Byggðarráð tekur almennt undir umsögn stjórnar sambandsins og áréttar sérstaklega þann þátt er varðar kostnaðaráhrif frumvarpsins. Telur byggðarráð eðlilegt sé að ríkið bæti sveitarfélögum þann viðbótarkostnað sem leiðir af samþykkt frumvarpsins.

4.Fjárlög 2010 - Fjárveitingar á Norðurl. vestra og í Skagafjörð.

Málsnúmer 0910026Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið, með samantekt úr fjárlagafrumvarpi 2010 um fjárveitingar í Skagafjörð. Hafsteinn Sæmundsson forstöðumaður Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki kom einnig inn á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið og fór yfir stöðuna gagnvart stofnuninni.

Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skerðingar á fjárframlögum til opinberra stofnana í sveitarfélaginu og fækkunar starfa sem af því mun leiða, án þess að sýnt sé að af því hljótist raunverulegur sparnaður. Er þar sérstaklega átt við kerfisbreytingar er m.a. varða sýslumannsembættið á Sauðárkróki og Héraðsdómstól Norðurlands vestra, sem valda aukinni miðstýringu vegna flutnings stjórnunarstarfa burt af svæðinu. Byggðarráð óskar eindregið eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis hið allra fyrsta og samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þeirri ósk á framfæri.

5.Afsl.viðmið elli- og örorkul.þega 2009

Málsnúmer 0901018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða endurreiknings á afslætti á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2009 með tilliti til tekna ársins 2008.

6.VI. Umhverfisþing 9.-10. október 2009

Málsnúmer 0909117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem boðað er til VI. umhverfisþings 9.-10. október 2009.

7.Keldur 146550 - Tilkyning um aðilaskipti að landi 24.9.2009

Málsnúmer 0909114Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Keldur, landnúmer 146550.

8.Fundargerðir Norðurár bs

Málsnúmer 0909083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Norðurár bs. frá 8. júlí, 17. ágúst og 6. september 2009.

9.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009

Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - ágúst 2009.

Fundi slitið - kl. 12:15.