Sparkvöllur í Varmahlíð
Málsnúmer 0910136
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009
Afgreiðsla 496. fundar byggðaráðs staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 499. fundur - 26.11.2009
Styrkbeiðni frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð skv. samningi við sveitarfélagið þar um. Málið áður á dagskrá 496. fundar byggðarráðs. Lagðar fram upplýsingar frá tæknideild um áætlaðan kostnað við að klára framkvæmdina við sparkvöllinn í Varmahlíð.
Með vísan í fyrri bókun á 444. fundar byggðarráðs (mál 0808070 Sparkvellir í Skagafirði) felur byggðarráð sveitarstjóra að hlutast til um að ljúka málinu og gera ráðinu grein fyrir lyktum þess.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009
Afgreiðsla 499. fundar byggðaráðs staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 500. fundur - 04.12.2009
Styrkbeiðni frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð skv. samningi við sveitarfélagið þar um. Málið áður á dagskrá 499. fundar byggðarráðs.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að fjármagn til að ljúka framkvæmdinni yrði tekið af framkvæmdaliðum sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2009 og ekki verður farið í á árinu. Áætluð fjárhæð er kr. 3.000.000.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009
Afgreiðsla 500. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram bréf frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð skv. samningi við sveitarfélagið þar um. Gerð sparkvallarins hefur reynst félaginu dýrari en áætlað var. Nú er eftir að ganga frá tengigrind til þess hægt sé að hita völlinn upp og gera hann hæfan til vetrarnotkunar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá stjórn foreldrafélags Varmahlíðarskóla þar sem tekið er undir óskir Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára.
Byggðarráð bókaði á 444. fundi sínum að reynt yrði að leita leiða til að tengja völlinn hita á árinu 2009.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá frístundastjóra og tæknideild um stöðu mála varðandi framkvæmdir,kostnað og rekstur sparkvalla í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi.