Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Jarðgerð ehf. - staða fyrirtækisins
Málsnúmer 0902058Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun 2010
Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu tillögu að fjárhagsáætlun 2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til fyrirliggjandi tillögu.
3.Fráveita - yfirfærsla til Skagafjarðarveitna
Málsnúmer 0911085Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Byggðarráð samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs löggilts endurskoðanda, að mynda starfshóp embættismanna sem næstu daga fari yfir og meti kosti og galla á mögulegum tilflutningi fráveitu til Skagafjarðarveitna ehf um næstu áramót. Einnig skal starfshópurinn fara yfir verkefni einstakra eininga eins og Eignasjóðs, þjónustustöðvar, fráveitu og Skagafjarðarveitna þar sem þau skarast og gera tillögu um fyrirkomulag komi til tilflutnings. Starfshópurinn kalli til aðstoðar Kristján Jónasson, löggiltan endurskoðanda sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna, eftir þörfum við vinnu sína og aðra þá er hann telur þörf á að höfðu samráði við sveitarstjóra. Lagt er til að starfshópinn skipi Jón Örn Berndsen, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs af hálfu sveitarfélagsins og Páll Pálsson frá Skagafjarðarveitum. Starfshópurinn skili greinargerð til byggðarráðs og stjórnar Skagafjarðarveitna fyrir 10. desember n.k."
Sveitarstjóri upplýsti að hann hefði haft samráð við stjórnarformann Skagafjarðarveitna, Einar Gíslason og framkvæmdastjóra Pál Pálsson og hefðu þeir lýst sig sammála myndun starfshópsins og Páll hefði lýst sig reiðubúinn til setu í honum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Sveitarstjóri kallar starfshópinn saman.
4.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót
Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá stjórn Hofsbótar ses. þar sem stjórnin óskar eftir því að gert verði ráð fyrir tveggja milljón króna framlagi á fjárhagsáætlun 2010 til undirbúnings framkvæmd á byggingu íþróttahúss á Hofsósi. Einnig óskar stjórn Hofsbótar ses. eftir áframhaldandi viðræðum um málið samkvæmt fyrri samþykktum byggðarráðs Skagafjarðar.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar 2010. Jafnframt er nefndinni falið að afla frekari upplýsinga um hvað liggi að baki umbeðinni fjárhæð.
Páll Dagbjartsson óskar bókað:"Miðað við þær umræður sem fram hafa farið á milli byggðarráðs og fulltrúa Hofsbótar ses. um byggingu íþróttahúss á Hofsósi finnst mér eðlilegt að sveitarfélagið leggi fram fé á árinu 2010 til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar og tel ég beiðni Hofsbótar ses. mjög í hóf stillt."
Bjarni Jónsson óskar bókað:"Undirritaður styður erindi Hofsbótar og telur að meirihluti byggðarráðs sé enn einu sinni að reyna að svæfa umræðu um íþróttahús með afgreiðslu sinni, líkt og fyrr á árinu þegar sama mál var til umfjöllunar og vísað til félags- og tómstundanefndar. Réttara væri að taka málið strax til raunhæfrar skoðunar með heimafólki og gera ráð fyrir þeirri úttekt í fjárhagsáætlun ársins 2010."
Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað:"Meirihluti byggðarráðs vísar í bókun 486. fundar ráðsins um málið og ítrekar mikilvægi þess að ákvörðun um byggingu íþróttahúss á Hofsósi tengist vinnu sveitarfélagins að þarfagreiningu og stefnumörkun sveitarstjórnar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun fjárfestingaverkefna til framtíðar litið. Því er eðlilegt að erindinu sé vísað til félags- og tómstundanefndar á þessu stigi málsins."
5.Sparkvöllur í Varmahlíð
Málsnúmer 0910136Vakta málsnúmer
Styrkbeiðni frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til þess að félagið geti klárað gerð sparkvallar í Varmahlíð skv. samningi við sveitarfélagið þar um. Málið áður á dagskrá 496. fundar byggðarráðs. Lagðar fram upplýsingar frá tæknideild um áætlaðan kostnað við að klára framkvæmdina við sparkvöllinn í Varmahlíð.
Með vísan í fyrri bókun á 444. fundar byggðarráðs (mál 0808070 Sparkvellir í Skagafirði) felur byggðarráð sveitarstjóra að hlutast til um að ljúka málinu og gera ráðinu grein fyrir lyktum þess.
6.Svifvængjaflug - styrkumsókn
Málsnúmer 0911037Vakta málsnúmer
Lögð fram styrkbeiðni frá Hlíðasvifi, félagsskap í Eyjafirði sem stundar m.a. svifvængjaflug (Paragliding). Óskað er eftir 170 þús.kr. styrk til uppbyggingar ferðaþjónustu og virkjunar Skagfirðinga til iðkunar þessa sports.
Erindinu hafnað.
7.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009
Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - október 2009.
8.Skýrsla hálendisvaktar björgunarsveitanna
Málsnúmer 0911044Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar um hálendisvakt björgunarsveitanna sumarið 2009.
Fundi slitið - kl. 13:17.
Forsvarsmenn Jarðgerðar ehf. óskuðu eftir að koma til fundar við byggðarráð í framhaldi af heimsókn þeirra á 479. fund ráðsins. Fyrir hönd fyrirtækisins mættu Ágúst Guðmundsson og Ágúst Andrésson til fundar til viðræðu um málefni fyrirtækisins og lögðu fram rekstraráætlun fyrir árið 2010. Þar kom fram tillaga að gjaldskrá sem þarfnast staðfestingar hluthafa. Gjald fyrir innvegin stoðefni 6.000 kr/m3 og lífrænan úrgang 12.000 kr/m3.
Byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti tillöguna að gjaldskrá 2010.
Einnig kom fram ósk um að skipaður yrði starfshópur til að samþætta vinnu aðila sem sinna úrgangsmálum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópinn.