Fara í efni

Rekstrarstyrkur fyrir árið 2010

Málsnúmer 0911019

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 53. fundur - 03.12.2009

Lagt fram erindi frá Farskólanum þar sem farið er fram á framlag frá sveitarfélaginu að upphæð kr. 3.630.000.- Framlag þetta er annars vegar kr. 2.630.000.- vegna innri leigu og reksturs búnaðar og hins vegar kr. 1.000.000.- í rekstrarstyrk. Fræðslunefnd samþykkir að styrkja Farskólann vegna innri leigu og búnaðar að upphæð kr. 2.630.000.-

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 53. fundar fræðslunefndar staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum. Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.