Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

53. fundur 03. desember 2009 kl. 16:00 - 17:45 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrá heilsdagsvistunar

Málsnúmer 0912010Vakta málsnúmer

Gjaldskrá heilsdagsskóla hefur verið óbreytt frá árinu 2005. Ekki er gerð tillaga um hækkun vistunargjalda en vegna mikillar hækkunar aðfanga er lagt til að gjaldskrá vegna fæðis í heilsdagsvistun hækki frá og með 1. janúar n.k. og verði sem hér segir:

Morgunhressing kr. 100.-

Hádegisverður kr. 210.-

Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

2.Starfshættir í grunnskólum - forprófun í Árskóla

Málsnúmer 0911077Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr forprófun í Árskóla vegna rannsóknar sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að vinna um starfshætti í grunnskólum. Fyrsti hluti könnunarinnar fjallar um húsnæði.

3.Fjöldi skóladaga í grunnskólum - Varmahlíðarskóli

Málsnúmer 0911087Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dags 23.11.2009 um fjölda skóladaga í Varmahlíðarskóla á skólaárinu 2008-2009. Skv. upplýsingum frá skólastjóra Varmahlíðarskóla var búið að senda út og samþykkja skóladagatal þegar lögin voru samþykkt. Einnig var almennt talið að skólarnir hefðu þetta ár til að aðlaga sig þeim breytingum sem gerðar voru með nýju lögunum. Fræðslunefnd telur ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.

4.Rekstrarstyrkur fyrir árið 2010

Málsnúmer 0911019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Farskólanum þar sem farið er fram á framlag frá sveitarfélaginu að upphæð kr. 3.630.000.- Framlag þetta er annars vegar kr. 2.630.000.- vegna innri leigu og reksturs búnaðar og hins vegar kr. 1.000.000.- í rekstrarstyrk. Fræðslunefnd samþykkir að styrkja Farskólann vegna innri leigu og búnaðar að upphæð kr. 2.630.000.-

Fundi slitið - kl. 17:45.