Fara í efni

Fráveita - yfirfærsla til Skagafjarðarveitna

Málsnúmer 0911085

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 499. fundur - 26.11.2009

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Byggðarráð samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs löggilts endurskoðanda, að mynda starfshóp embættismanna sem næstu daga fari yfir og meti kosti og galla á mögulegum tilflutningi fráveitu til Skagafjarðarveitna ehf um næstu áramót. Einnig skal starfshópurinn fara yfir verkefni einstakra eininga eins og Eignasjóðs, þjónustustöðvar, fráveitu og Skagafjarðarveitna þar sem þau skarast og gera tillögu um fyrirkomulag komi til tilflutnings. Starfshópurinn kalli til aðstoðar Kristján Jónasson, löggiltan endurskoðanda sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna, eftir þörfum við vinnu sína og aðra þá er hann telur þörf á að höfðu samráði við sveitarstjóra. Lagt er til að starfshópinn skipi Jón Örn Berndsen, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs af hálfu sveitarfélagsins og Páll Pálsson frá Skagafjarðarveitum. Starfshópurinn skili greinargerð til byggðarráðs og stjórnar Skagafjarðarveitna fyrir 10. desember n.k."

Sveitarstjóri upplýsti að hann hefði haft samráð við stjórnarformann Skagafjarðarveitna, Einar Gíslason og framkvæmdastjóra Pál Pálsson og hefðu þeir lýst sig sammála myndun starfshópsins og Páll hefði lýst sig reiðubúinn til setu í honum.

Byggðarráð samþykkir tillöguna. Sveitarstjóri kallar starfshópinn saman.

x Starfshópur um fráveitumál - 1. fundur - 30.11.2009

Málin rætt þvers og kruss. Samþykkt að halda næsta fund miðvikudaginn 2. desember 2009, kl. 15:00 í Ráðhúsinu. Fyrir þann fund munu Jón Örn og Margeir afla gagna. Margeir tekur saman rekstrarupplýsingar og efnahagslega stöðu fráveitunnar, fjölda notenda, fjölda rotþróa sem eru þjónustaðar og finnur samning við Ó.K. um þjónustuna vegna rotþróanna. Jón Örn finnur þær skýrslur og áætlanir sem til eru um framtíðar uppbyggingu fráveitunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009

Afgreiðsla 499. fundar byggðaráðs staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

x Starfshópur um fráveitumál - 2. fundur - 02.12.2009

Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG kom á fundinn til viðræðu.

Kristjáni falið að rita greinargerð fyrir næsta fund sem verður haldinn í næstu viku.

x Starfshópur um fráveitumál - 3. fundur - 11.12.2009

Kristján Jónasson endurskoðandi kom á fundinn. Málin rædd og unnið að drögum að greinargerð. Kristjáni falið að senda senda drögin til meðlima starfshópsins til yfirlestrar og endanleg útgáfa liggi fyrir mánudaginn 14. desember nk.

x Starfshópur um fráveitumál - 4. fundur - 15.12.2009

Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG kom á fund starfshópsins. Farið var yfir endanlega útgáfu af greinargerð hópsins þar sem fram kemur álit hans að breyting á núverandi fyrirkomulagi skili afar litlum, ef nokkrum, sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Rétt er hins vegar að árétta að yfirmenn þessara stofnana og tæknideildar leiti ávallt leiða til að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins í heild, hér eftir sem hingað til og bjóði þá verþætti út sem hagkvæmt þykir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Á 499. fundi byggðarráðs var skipaður starfshópur sem átti m.a. að fara yfir og meta kosti og galla á mögulegum tilflutningi fráveitu til Skagafjarðarveitna ehf um næstu áramót. Lögð fram greinargerð hópsins þar sem fram kemur álit hópsins að breyting á núverandi fyrirkomulagi skili afar litlum, ef nokkrum, sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Rétt er hins vegar að árétta að yfirmenn þessara stofnana og tæknideildar leiti ávallt leiða til að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins í heild, hér eftir sem hingað til.

Byggðarráð samþykkir að ekki verði farið í tilflutning fráveitu til Skagafjarðarveitna um næstu áramót, en vinnuhópnum falið að starfa áfram að málinu og meðal annars meta húsnæðisþörf þessara rekstrareininga auk Brunavarna Skagafjarðar til lengri tíma litið.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann telji að til lengri tíma litið sé margskonar hagræði af yfirfærslu fráveitu til Skagafjarðarveitna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 501. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Páll Dagbjartsson óskar bókað:

"Ég endurtek bókun mína frá byggðaráðsfundi 15.12 að ég tel að til lengri tíma litið sé af því margskonar hagræði að færa umsjón fráveitu sveitarfélagsins yfir til Skagafjarðarveitna".