Fara í efni

Fjárhagsáætlun félagsmála Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir

Málsnúmer 0912101

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 152. fundur - 15.12.2009

Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:

1) að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum.

2) að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt.

3) að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði áfram miðað við launaflokk 123-5.þrep skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar.

4) að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði 1.050.-

Jenný Inga Eiðsdóttir óskar bókað að hún telji að hækkun daggjalds fyrir dagvist aldraðra sé óhófleg.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Lögð fram gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og dagvist aldraðra, einnig viðmiðunarupphæðir vegna fjárhagsaðstoðar og niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum skv. afgreiðslu 152. fundar félags- og tómstundanefndar.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir gjaldskrána og viðmiðunarupphæðirnar.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.