Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2010

Málsnúmer 0912103

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti árið 2010.

Afsláttur verði hlutfallslegur og að hámarki kr. 50.000. Tekjumörk verði eftirfarandi:

Einstaklingar með tekjur allt að kr. 2.200.000 fá fullan afslátt og ef tekjur fara yfir kr. 3.000.000 fellur afslátturinn niður.

Hjón og samskattað sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 3.000.000 fær fullan afslátt og ef tekjur fara yfir kr. 4.100.000 fellur afslátturinn niður.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 501. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010

Á 501. fundi byggðarráðs var samþykkt að afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts yrði kr. 50.000 árið 2010. Til að fækka leiðréttingartilfellum að hausti og endurkröfu sveitarfélagsins á hendur afsláttarþegum, þá er lögð fram tillaga um að við upphaf fasteignagjaldaálagninar 2010 verði hámark afsláttar kr. 25.000 og í haust þegar afslátturinn verður endurreiknaður verði hámarksafslátturinn færður upp í kr. 50.000. Heildarafsláttur fyrir árið 2010 verður því óbreyttur frá fyrra ári.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.