Fara í efni

Umsókn um leyfi frá störfum

Málsnúmer 0912116

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Lagt fram bréf frá Bjarna Jónssyni dags. 15. desember þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og sem áheyrnarfulltrúi í Byggðaráði Skagafjarðar tímabilið 15. desember 2009 til og með 1. apríl 2010.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði til að leyfið yfir veitt frá og með 17. desember til og með 1. apríl 2010.

Erindi Bjarna Jónssonar með breytingartillögu Grétu Sjafnar, borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Í stað Bjarna er tilnefndur Gísli Árnason.

Sigurlaug K Konráðsdóttir færist upp og verður 1. varamaður VG lista í Sveitarstjórn og varamaður áheyrnarfulltrúa í byggðaráði.

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.