Smábátafélagið Skalli: Ályktun á aðalfundi 2009
Málsnúmer 1002030
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010
Gísli Árnason óskar bókað:
Undirritaður tekur undir ályktun aðalfundar Smábátafélagsins Skalla, sem fagnar strandveiðum og telur þær til hagsbóta fyrir félagsmenn. Félagið vísar í úttekt Háskólasetursins á Ísafirði þar sem fram kom almenn ánægja meðal þátttakenda og hagsmunaaðila með strandveiðarnar
Gísli Árnason
Afgreiðsla 505. fundar byggðaráðs staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Smábátafélagsins Skalla frá 16. september 2009 um strandveiðar.