Fara í efni

Beiðni um breytingar á aðstöðu í Miðgarði

Málsnúmer 1003024

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 43. fundur - 04.03.2010

Lagt fram erindi frá Karlakórnum Heimi þar sem óskað er eftir því að fá að nýta annað herbergi í kjallara en ráð var fyrir gert í samningi sem gerður var milli kórsins og hússins dags. 23.10.2009.

Afgreiðslu málsins frestað og ákveðið að leita upplýsinga frá Umhverfis- og tæknisviði og rekstraraðila. Ennfremur ákveðið að kynna erindið fyrir öðrum meðeigendum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 43. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 44. fundur - 27.05.2010

Lagt fram erindi frá Karlakórnum Heimi þar sem óskað er eftir því að fá að nýta annað herbergi í kjallara en ráð var fyrir gert í samningi sem gerður var milli kórsins og hússins dags. 23.10.2009. Áður á dagskrá nefndarinnar þann 4.3. sl.

Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 44. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.