Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.
Málsnúmer Vakta málsnúmer
1.1.Umsókn um leyfi fyrir fimmta barni í daggæslu
Málsnúmer 1003077Vakta málsnúmer
1.2.Félagsheimilið Ljósheimar - samningur um rekstur
Málsnúmer 1001030Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 43. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3.Samningur um rekstur Bifrastar
Málsnúmer 0910027Vakta málsnúmer
1.4.Þjóðleikur á Norðurlandi
Málsnúmer 1001009Vakta málsnúmer
1.5.Samningur um verkefni á vegum Þjóðskjalasafns í Skagafirði
Málsnúmer 1003002Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 43. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6.Áshús samningur um veitingasölu
Málsnúmer 0903059Vakta málsnúmer
1.7.Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga 2010-2014
Málsnúmer 0911040Vakta málsnúmer
1.8.Árkíll - ráðning leikskólastjóra
Málsnúmer 1003084Vakta málsnúmer
Tillaga fræðslunefndar um ráðningu Önnu Jónu Guðmundsdóttur í stöðu leikskólastjóra borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 56. fundar fræðslunefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9.Sumarlokanir leikskóla 2010
Málsnúmer 1003234Vakta málsnúmer
2.Fræðslunefnd - 56
Málsnúmer 1003016FVakta málsnúmer
Fundargerð 56. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 261. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
2.1.Ósk um samstarf á árinu 2010
Málsnúmer 0911086Vakta málsnúmer
2.2.Málefni fatlaðra
Málsnúmer 1003216Vakta málsnúmer
Forseti sveitarstjórnar leggur til að afgreiðslu málefna fatlaðra verði vísað til 4. liðar á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3.UMSS: Fundarboð á 90. ársþing
Málsnúmer 1003016Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4.Ungt fólk og lýðræði 2010
Málsnúmer 1003173Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
2.6.Tindastóll - ársskýrsla 2009
Málsnúmer 1003246Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7.Klórgeymslur í sundlaugum
Málsnúmer 0801077Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8.Aksturssamningur vegna dagvistar aldraðra
Málsnúmer 1002137Vakta málsnúmer
2.9.Endurnýjaðir aksturssamningar vegna heimsendingar matar
Málsnúmer 1002136Vakta málsnúmer
2.10.Umsókn um styrk í sundlaug
Málsnúmer 0909081Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 156. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
2.11.Samstarfssamningur - endurskoðun
Málsnúmer 0802069Vakta málsnúmer
Fundargerð 3. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkævðum.
3.SSNV - Fundargerðir 2010
Málsnúmer 1001196Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar SSNV frá 9. mars 2010 lögð fram til kynningar á 261. fundi sveitarstjórnar.
4.Fundargerðir skólanefndar FNV 2010
Málsnúmer 1001198Vakta málsnúmer
Fundargerð skólanefndar FNV frá 23. febrúar 2010 lögð fram til kynningar á 261. fundi sveitarstjórnar.
5.Fundargerðir Skagafjarðarveitna 2010
Málsnúmer 1001197Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar Skagafjarðarveitna frá 10. og 16. mars 2010 lagðar fram til kynningar á 261. fundi sveitarstjórnar.
6.Reglur Barnaverndarnefndar Skagafjarðar, sbr. 3. mgr. 14. gr. bvl. nr. 80/2002
Málsnúmer 1003369Vakta málsnúmer
Forseti kynnti bréf frá félagsmálastjóra sveitarfélagsins varðandi reglur um könnun og meðferð mála sem undir barnaverndarnefnd Skagafjarðar heyrir. Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Reglurnar frá 22. mars 2010 bornar undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
7.Tillaga sveitarstj.fltr. Framsóknarflokks v/Árskóla
Málsnúmer 1003370Vakta málsnúmer
Forseti kynnti tillögu fulltrúa Framsóknarflokks. "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hefja framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla samkvæmt framkomnum tillögum þar um. Verkinu skal áfangaskipt í þrjá til fjóra áfanga og skal fyrsti áfangi vera fokheld viðbygging. Ætla má að kostnaður við 1. áfanga nemi um 250 mkr. Skal byggingarnefnd Árskóla koma fram með frekari tillögur að áfangaskiptingu verksins, klára hönnun með tilliti til áfangaskiptingar og gera tillögur um nauðsynlegar breytingar á núverandi húsnæði. Telji sveitarstjórn ástæðu til, getur hún frestað seinni áföngum framkvæmdarinnar, t.d. ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins gefur tilefni til slíks að mati sveitarstjórnar. Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar frá 6. október 2009 er sveitarstjóra falið að klára viðræður við Kaupfélag Skagfirðinga um verk- og fjármögnunarsamninga en þó með fyrirvörum um áfangaskiptingu verksins og mögulegrar seinkunar þess samkvæmt ofanrituðu." Fulltrúar Framsóknarflokks í sveitarstjórn. GREINARGERÐ: Ekki þarf að eyða mörgum orðum í að reifa mikilvægi þess að byggja við Árskóla og koma starfsemi skólans og tónlistarskóla undir eitt þak. Helstu ástæður þess eru þær að hagræði af því að vera með starfsemina undir einu þaki er metin á um 50 milljónir króna á ári og er þá ekki metið til fjár hagræði nemenda og foreldra vegna þess. Þá er húsnæðið eins og það er í dag hvorki bjóðandi nemendum né starfsfólki og fer engan veginn saman við þann metnað sem er í skólastarfi í Skagafirði. Einnig er ljóst að fyrirliggjandi er verulegur kostnaður vegna viðhalds á núverandi húsnæði við Freyjugötu og slíkum fjármunum betur varið í fjárfestingu í framtíðahúsnæði fyrir Árskóla. Boð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um fjármögnun er rausnarlegt og mun liðka fyrir framkvæmdinni og annarri fjármögnun. Jafnframt endurspeglar það þann mikla metnað sem er í atvinnulífinu fyrir hönd héraðsins og er mikilvægt fyrir sveitarstjórn að finna þá trú sem er á frekari framþróun atvinnu- og mannlífs í héraðinu þegar teknar eru stórar fjárhagslegar ákvarðanir sem varða áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Mikilvægt er að sýnt hefur verið fram á með skýrum hætti hvernig ætlunin er að ná fram hagræðingu í skólastarfi á Sauðárkróki við þessa miklu breytingu. Þar verður horft til þeirra atriða sem skólastjóri Árskóla og fræðslustjóri hafa lagt fram og hljóta mun staðfestingu sveitarstjórnar. Ljóst er að framkvæmdin er kostnaðarsöm en um leið afar mikilvæg fyrir framtíð skólastarfs á Sauðárkróki. Því er lagt til að hafist verði hana við framkvæmdina en um leið horft til þess að unnt verði að taka tillit til fjárhagsstöðu sveitarfélagsins verði þess þörf. Skv. skýrslum KPMG og R3 ráðgjafar ásamt áliti hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga er ljóst að Sveitarsjóður ræður við slíka framkvæmd. Skv. áætlunum sveitarfélagins er gert ráð fyrir að um 170 milljónir króna verði á ári til annarra framkvæmda og viðhalds þrátt fyrir framkvæmdir við Árskóla. Svigrúmið er augljóslega minna en undanfarin ár en þetta kjörtímabil hefur þurft að vera kjörtímabil stórra fjárfestinga. Framkvæmdir við Árskóla munu vitanlega takmarka möguleika til annarra stórframkvæmda en spyrja má hvort einhver stórframkvæmd sé mikilvægari. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki að hefjast handa við verkefnið og að bygginganefnd og sveitarstjóra verði falið að vinna að því að koma verkefninu af stað. Gísli Árnason tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Á þessum fundi erum við að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið til næstu þriggja ára. Það er fulltrúum Framsóknarflokksins fullkunnugt um, enda bera þeir fulla ábyrgð á henni, sem meirihlutaaðilar í Sveitarstjórn Skagafjarðar. Fjárhagsáætlanir eiga lögum samkvæmt að birta stefnu sveitarstjórnar til þeirra ára er þær taka til. Þar er hins vegar ekki minnst einu orði á þann ætlaða vilja framsóknarmanna að skuldsetja sveitarfélagið um eitt þúsund og fjögur hundruð milljónir, eins og óbirt kostnaðaráætlun hljóðar. Ef raunverulegur vilji væri á bak við þetta upphlaup framsóknarmanna, raunverulegur vilji til úrbóta í aðstöðu til skólahalds á Sauðárkróki, hefði verið eðlilegt að allir flokkar kæmu að þessu máli. Öllum er ljós sá ávinningur, sem felst í því að sameina Árskóla og tónlistarskóla í sama húsnæði. Með aðkomu allra flokka er standa að sveitarstjórn og sameiginlegu átaki í rekstri sveitarsjóðs næstu misserin eru líkur á að það geti orðið að veruleika. Tillaga framsóknarmanna rýfur þá samstöðu, sem þarf að vera um framkvæmdir af þessari stærðargráðu. Hún er öðru fremur sett fram til þess að slá pólitískar keilur í aðdraganda kosninga til sveitarstjórnar. Þetta er í besta falli afleit stjórnsýsla og ekki málinu til framdráttar. Ég greiði því atkvæði gegn tillögunni eins og hún er sett fram. Gísli Árnason Páll Dagbjartsson tók til máls og lagði fram eftirfarnandi bókun: "Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja viðbyggingu Árskóla eitt af brýnum verkefnum sem framundan eru hjá sveitarfélaginu, en vegna stærðar verkefnisins hefur það sérstöðu umfram aðrar framkvæmdir. Verkið mun kosta a.m.k. 1,5 milljarða og verður að taka allt það fé að láni. Öll lán þarf að endurgreiða og því verður að skapa efnahagslegt svigrúm hjá sveitarfélaginu til lengri tíma litið til að geta staðið undir vöxtum og afborgunum. Það svigrúm þarf að nema, vegna þessarar framkvæmdar, minnst 150 milljónum á ári. Til þarf að koma veruleg hagræðing í rekstri og/eða auknar tekjur. Núverandi skuldastaða sveitarfélagsins er þegar orðin há miðað við tekjur, og hefur hækkað verulega á þessu kjörtímabili. Við teljum óábyrgt af sveitarstjórnarfulltrúum, hvar í flokki sem þeir standa, sem eru að láta af störfum eftir tvo mánuði að skuldbinda sveitarsjóð með svo afgerandi hætti rétt fyrir kosningar og þar með binda hendur þeirrar sveitarstjórnar sem við tekur. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiðum atkvæði gegn tillögu Framsóknarmanna eins og hún liggur fyrir. Við teljum rétt að viðbygging Árskóla fái málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninganna sem framundan eru og ný sveitarstjórn taki síðan ákvörðun um hvenær ráðist verður í framkvæmdir, hvernig framkvæmdin verður fjármögnuð og hvernig áföngum verður hagað. Ekki er spurning um hvort ráðist verður í framkvæmdina heldur hvenær. Það er ekkert sem kallar á það núna, rétt fyrir kosningar, að taka ákvörðun í þessu stóra máli. Tveir til þrír mánuðir í því efni breyta engu. Vanda þarf betur undirbúninginn." Gréta Sjöfn Guðmundsdótti tók til máls með leyfi 2. varaforseta og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við framkomna tillögu Framsóknarflokks. "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að eins fljótt og auðið er verði hafist handa við byggingu nýrrar viðbyggingar við Árskóla samkvæmt framkomnum tillögum þar um. Sveitarstjóra er falið að vinna, ásamt byggðaráði og tæknideild sveitarfélagsins, að áframhaldandi undirbúningi verksins. Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögur fyrir byggðaráð að fyrirkomulagi vinnu við að ná fram nauðsynlegum sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Byggðaráði ásamt sveitarstjóra er falið að klára viðræður við Kaupfélag Skagfirðinga um verk- og fjármögnunarsamninga ásamt framlagningu tillagna um heildarfjármögnun. Sveitarstjórn telur rétt að endanlega ákvörðun um málið verði tekin að afloknum sveitarstjórnarkosningum." Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni. Þá tóku til máls Þórdís Friðbjörnsdóttir og Einar E. Einarson. Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og lagði fram breytingartillögu að lokatexta við aðaltillögu framsóknarmanna, svohjóðandi: ...takist að klár samninga fyrir kosningar þá skulu þeir samt sem áður hljóta umfjöllun og staðfestingu nýrrar sveitarstjórnar. Þá tóku til máls, Íris Baldvinsdóttir og Gísli Árnason Breytingartillaga fulltrúa Samfylkingar borin undir atkvæði. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu og framsóknarmenn sitja hjá og óska bókað: "Allir sem fylgst hafa með framgangi þessa máls þekkja stefnu Framsóknarflokksins. Því miður hefur ekki náðst samstaða með samstarfsflokknum um framgang verksins. Við teljum ekki ástæðu til að bíða lengur með ákvörðunartöku í málinu því samfélagið allt þarf á framkvæmdinni að halda og sýnt hefur verið fram á getu sveitarfélagsins til að fara í verkefnið. Þá teljum við ekki rétt að enn og aftur verði ákvörðun velt inn í kosningabaráttu og verði þar að bitbeini flokkanna. Við sitjum því hjá við framkomna tillögu Samfylkingarinnar". Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks með breytingartillögu borin undir atkvæði. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn fjórum og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá og leggur fram eftirfarandi bókun. Undirrituð undirstrikar það að meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar hefur það á stefnuskrá sinni að vinna að því að koma Árskóla undir eitt þak og að því hefur verið unnið að heilindum, markmiðið hefur verið skýrt en ljóst er að leiðirnar að markmiðinu þ.e. aðferðafræðin er ólík hjá flokkunum. Það er ekki vandamál í sjálfu sér heldur verkefni til að leysa. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni. Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað. Fyrir síðustu kosningar töldu flest framboð að ein mikilvægasta framkvæmd kjörtímabilsins væri að ljúka við Árskóla. Í samstarfsyfirlýsingu núverandi meirihluta kemur fram að ljúka eigi við framkvæmina á kjörtímabilinu. Vegna mikils skorts á leiksskólarýmum var ákveðið að fara í byggingu nýs leikskóla á undan en áfram unnið að undirbúningi að Árskóla. Eftir efnahagshrunið var ljóst að aðgangur að fjármagni var takmarkaðri en áður og bauð þá Kaupfélag Skagfirðinga sveitarfélaginu hagstætt lán til framkvæmdarinnar. Þann 6. október 2009 samþykkti sveitarstjórn að ganga til viðræðna við Kaupfélag Skagfirðinga á grundvelli tilboðs þeirra. Sveitarstjórn taldi rétt að meta sérstaklega getu sveitarfélagsins til að ráðast í jafn stóra framkvæmd og viðbygging Árskóla er og var endurskoðunarfyrirtækið KPMG fengið til verksins. Starfsmenn sveitarfélagsins reiknuðu út mögulega hagræðingu af því að sameina starfsemi skólans undir eitt þak og nemur sú hagræðing 50 ? 65 milljónum króna á ári. Síðar var einnig samið við ráðgjafafyrirtækið R3 til að fara yfir málið og jafnframt leitað álits hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í umsögnum allra þessara aðila kemur fram að sveitarfélagið ræður við slíka framkvæmd en öllum verði að vera ljóst að svigrúm til sambærilegra stórframkvæmda verður lítið næstu árin. Þrátt fyrir svo stóra framkvæmd þá sýna áætlanir að gera megi ráð fyrir 170 milljónum króna í aðrar framkvæmdir og viðhald. Rétt er að undirstrika að ná þarf fram verulegri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Þeirri hagræðingu þarf að ná hvort sem farið verður í byggingu Árskóla eða ekki, það sýnir fjárhagsáætlun ársins 2010. Undirrituð harma afstöðu Samfylkingarinnar í ljósi yfirlýsingar flokkanna um samstarf. Neikvæð afstaða Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna kemur ekki á óvart þar sem þeir hafa unnið leynt og ljóst gegn framkvæmdinni. Sýnt hefur verið framá að sveitarfélagið ræður við framkvæmdina og hversu mikilvæg hún er nemendum, foreldrum, starfsfólki skólans og íbúum öllum. Þar að auki er afar mikilvægt að sveitarfélagið leggi sig fram við að halda stöðugu atvinnustigi eins og það framast getur.
8.Málefni fatlaðra
Málsnúmer 1003216Vakta málsnúmer
Forseti kynnti tillögu stjórnar SSNV um samstarf sveitarfélaga um myndun þjónustusvæðis vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011
Sveitarstjórn staðfestir tillögu stjórnar SSNV að áfram verði rekið byggðasamlag um málaflokkinn á Norðulandi vestra með dreifðri þjónustu, um þátttöku í myndun þjónustusvæðis sem helgast af sveitarfélagsmörkum Bæjarhrepps, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og Fjallabyggðar. Sveitarstjórn leggur jafnframt ríka áherslu á að áfram verði unnið á grundvelli núverandi stefnumörkunar sem byggir á samþættingu velferðarþjónustunnar. Framtíðarsýn verði áfram að veita heildstæða og samþætta þjónustu í heimabyggð eftir þörfum hvers og eins, - þá bestu á landinu.
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, fleiri ekki.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9.Samstarf sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestarinnar í Atvinnumálum
Málsnúmer 0909085Vakta málsnúmer
Samningur lagður fram til samþykktar á ný, samþykkt á síðasta sveitarstjórnarfundi var ógild þar sem drög að samningi voru fyrir mistök send út í fundargögnum og borin upp á fundinum.
Gísli Árnason tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að í stað 1. og 2. mgr. 2. gr. samningsins, Hlutverk Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem hljóðar svo;
"Sveitarfélagið Skagafjörður ræður til starfa verkefnisstjóra sem vinnur að framgangi þeirra verkefna sem stýrihópur ákveður. Dagleg umsjón með starfi verkefnisstjóra er í höndum sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs.
Sveitarfélagið leggur verkefnisstjóra ennfremur til vinnuaðstöðu með tölvu á samningstímanum.?,
komi textinn,
"Sveitarfélagið Skagafjörður leggur fram vinnuframlag verkefnastjóra frá Markaðs- og þróunarsviði sveitarfélagsins, sem vinnur að framgangi þeirra verkefna sem stýrihópur ákveður.?
Gísli Árnason
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Árnason
Samningurinn um samstarf Sveitarfélagins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestarinnar borinn undir atkvæði og samþykktur með 8 atkvæðum og einn sat hjá.
10.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs, staðgengill sveitarstjóra, gerði grein fyrir fáeinum breytingum sem orðið hafa á þriggja ára áætlun milli umræðna. Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks.
"Þessi þriggja ára áætlun, sett fram við ótryggar ytri aðstæður, opinberar stefnu meirihlutaflokkanna nú í aðdraganda kosninga. Áætlunin gerir ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri sveitarsjóðs og að í besta falli verði reksturinn kominn í jafnvægi undir lok tímabilsins. Samkvæmt því verður ekki séð að núverandi meirihluti treysti sér til að skapa sveitarfélaginu fjárhagslegt svigrúm til stórframkvæmda á næstu þremur árum. Komið hefur fram að þörf er fyrir a.m.k 150 milljón króna hagræðingu í rekstri ef sveitarsjóður á að geta risið undir viðbyggingu við Árskóla.
Ný sveitarstjórn tekur við í júní n.k. og mun það koma í hennar hlut að marka stefnuna næsta kjörtímabil."
Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2011-2013, með áorðnum breytingum, borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum og 4 sitja hjá. Gísli Árnason óskar bókað að hann sitji hjá.
10.1.Rekstraryfirlit 2009
Málsnúmer 0912118Vakta málsnúmer
10.2.Íþróttavakning framhaldsskóla 2010 - frítt í sund
Málsnúmer 1002061Vakta málsnúmer
10.3.Umsagnir um þingmál
Málsnúmer 1003122Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.4.Náttúruvefsjá
Málsnúmer 0912122Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.5.Brennigerði 145923 - Umsögn v/rekstrarleyfis
Málsnúmer 1003238Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 203. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.6.Rammaáætlun - vatnsafl og jarðhitasvæði
Málsnúmer 1003120Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 202. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.7.Staðfesting fundargerða án umræðu
Málsnúmer 1003025Vakta málsnúmer
10.8.Kynning skipulagstillögu með fullnægjandi hætti
Málsnúmer 1003018Vakta málsnúmer
10.9.Umsók um staðbundin byggingastjóraréttindi
Málsnúmer 1003153Vakta málsnúmer
10.10.Beiðni um breytingar á aðstöðu í Miðgarði
Málsnúmer 1003024Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 43. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.11.Kynningarmál vor 2010
Málsnúmer 1003003Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 43. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.12.Áætlanir um úthlutanir framlaga 2010
Málsnúmer 1003013Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.13.Sundlaugin Steinsstöðum
Málsnúmer 1002227Vakta málsnúmer
Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður telur að ganga ætti til samninga við Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum um rekstur sundlaugarinnar á grundvelli framlagðra gagna, sem til umræðu voru á fundinum. Ekkert í drögum að framlögðu samkomulagi kemur i veg fyrir það að selja umrædda sundlaug á samningstímanum standi vilji sveitarstjórnar til þess. Með þessari afgreiðslu tel ég að sveitarstjórn sé að skerða möguleika umræddra aðila til að skjóta frekari stoðum undir rekstur sinn og er það miður.?
Gísli Árnason
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.14.Aðalgata 23, Villa Nova - umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda
Málsnúmer 1003117Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.15.Umsókn um styrk
Málsnúmer 1003218Vakta málsnúmer
10.16.Málefni fatlaðra
Málsnúmer 1003216Vakta málsnúmer
Forseti sveitarstjórnar leggur til að afgreiðslu málefna fatlaðra verði vísað til 4. liðar á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.17.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
Forseti sveitarstjórnar leggur til að afgreiðslu þriggja ára áætlunar 2011-2013 verði vísað til 2. liðar á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.18.Staðfesting fundargerða án umræðu
Málsnúmer 1003025Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.19.Kynning skipulagstillögu með fullnægjandi hætti
Málsnúmer 1003018Vakta málsnúmer
10.20.Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Niðurskurður á fjárlögum
Málsnúmer 1002033Vakta málsnúmer
10.21.Árskóli - viðbygging - framkvæmdir og fjármögnun
Málsnúmer 0906024Vakta málsnúmer
Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi bókun:
"Erfitt er að sjá fyrir sér að við óbreyttar aðstæður hafi sveitarfélagið bolmagn til þess að standa undir 30% skuldaaukningu eða aukningu skulda um 1.400 milljónir króna, ásamt því að glíma við rekstrarhalla. Fyrirliggjandi greinargerðir og gögn segja fyrir um að miðað við "eðlilega? þróun tekna og gjalda sveitarfélagsins verði skuldabyrði þess slík að ekki verði við ráðið án verulegrar hagræðingar og niðurskurðar á öðrum sviðum eða sölu eigna."
Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.22.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2010
Málsnúmer 1003121Vakta málsnúmer
10.23.Þjóðlendukröfur
Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer
10.24.Samstarf á sviði þekkingarstarfsemi - Sveitarfélagið Hornafjörður
Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer
10.25.Samkomulag við VÍS um vátryggingar
Málsnúmer 0811013Vakta málsnúmer
10.26.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
10.27.Skil á þriggja ára áætlun 2011-2013
Málsnúmer 1003008Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 508. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.28.Ársþing SSNV 2010
Málsnúmer 1002222Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 508. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.29.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 508. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.30.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs
Málsnúmer 1001114Vakta málsnúmer
10.31.Gjaldtaka fyrir endurúthlutun lóða
Málsnúmer 0910086Vakta málsnúmer
10.32.Ensk útgáfa vefsins www.visitskagafjordur.is
Málsnúmer 1002226Vakta málsnúmer
10.33.Vélhjólaklúbbur: styrkbeiðni til greiðslu fasteignagjalda
Málsnúmer 1002018Vakta málsnúmer
10.34.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
10.35.Styrkir úr mótvægissjóði velferðarvaktarinnar
Málsnúmer 1002032Vakta málsnúmer
10.36.úthlutun styrkja 2010
Málsnúmer 1002243Vakta málsnúmer
10.37.Ábendingar um úrbætur í ferðamálum í Skagafirði
Málsnúmer 1003143Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.38.Ályktun um millilandaflug til Akureyrar
Málsnúmer 1003144Vakta málsnúmer
Páll Dagbjartsson leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir fullum stuðningi við þá baráttu sem nú á sér stað m.a. hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands, að koma á beinu millilandaflugi til Akureyrar." Tillaga Páls var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.39.Samstarf á sviði þekkingarstarfsemi - Sveitarfélagið Hornafjörður
Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.40.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkumsókn
Málsnúmer 1003015Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.41.Ferðaþjónusta - ráðgjöf
Málsnúmer 1003019Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.42.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 508. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.43.Miðlun upplýsinga til gesta á Landsmóti Hestamanna 2010
Málsnúmer 1003076Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.44.Uppbygging á aðstöðu fyrir ferðamenn þar sem þeir geta nálgast upplýsingar um náttúru Skagafjarðar
Málsnúmer 1003235Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 59. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.45.Greiðslur vegna atkvæðagreiðslu 6 mars 2010
Málsnúmer 1003184Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.46.Áskorun til sveitarfélaga
Málsnúmer 1003215Vakta málsnúmer
10.47.Umsagnir um þingmál
Málsnúmer 1003122Vakta málsnúmer
10.48.Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar
Málsnúmer 1002004Vakta málsnúmer
Gísli Árnason tók til máls og óskar bókað: "Ég þakka framlagt svar við fyrirspurn minni, sem lögð var fram á fundi Byggðarráðs þann 4. febrúar síðastliðinn. Meðfylgjandi svarinu er yfirgripsmikið yfirlit um þá starfsemi, sem heyrir undir Atvinnu- og ferðamálanefnd og er það vel.
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.49.Samstarf á sviði þekkingarstarfsemi - Sveitarfélagið Hornafjörður
Málsnúmer 1003075Vakta málsnúmer
Viljayfirlýsingin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
10.50.Dragnótaveiðar í Skagafirði
Málsnúmer 1003161Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 19:05.