Samráðsfundur skipulagsstofnunar og sveitarfélaga
Málsnúmer 1004115
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 206. fundur - 05.05.2010
Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 21.4 sl., lagt fram til kynningar. Vegna sveitarstjórnakosninganna í vor hefur Skipulagsstofnun ákveðið að flytja árlegan samráðsfund Skipulagsstofnunar með sveitarfélögunum til haustsins, 16. og 17. september og verður hann haldinn á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður sem áður farið yfir þau málefni sem Skipulagsstofnun telur brýnt að koma á framfæri við sveitarfélögin og rætt það sem brennur á sveitarfélögunum. Dagskrá verður kynnt síðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 514. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Kynnt að vegna sveitarstjórnakosninga í vor, verður árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum færður til 16. og 17. september 2010.