Umsögn um þingsályktunartillögu um samgönguáætlun
Málsnúmer 1005029
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 516. fundur - 12.05.2010
Erindið áður á dagskrá 515. fundar ráðsins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur óásættanlegan niðurskurð á fjárveitingum til Vegagerðarinnar vegna viðhalds vega, þjónustu og vetrarviðhalds, svo sem fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009?2012.
Varðandi Skagafjörð sérstaklega leggur byggðarráð áherslu á eftirtalin atriði:
- Viðhald vega - mikilvægt að vegum sé haldið vel við, ekki síst malarvegum. Ef viðhald er vanrækt kallar það á meiri kostnað síðar sem komast hefði mátt hjá. Bent er á að viðhaldsverkefni eru mannaflafrek og geta því hjálpað í erfiðu atvinnuástandi í samfélaginu nú um mundir.Ljúka framkvæmdum við Strandgötu á Sauðárkróki í framhaldi af Þverárfjallsvegi. Umferðaraukning á þessari leið er mikil og slík að mjög aðkallandi er að ljúka þessu verkefni áður en slys verður í þeim flöskuhálsi sem myndast hefur við aðkomuna inn í þéttbýlið á Sauðárkróki.Flug til Sauðárkróks. Rekstraraðila verði gert kleift að halda áfram þjónustu við Skagafjörð og nágrenni með sama hætti og verið hefur, á gildistíma áætlunarinnar.Hvatt er til þess að fylgt verði tillögu svokallaðs "Lágheiðahóps" þegar sett var af stað jarðgangaframkvæmd um Héðinsfjörð á sínum tíma. Hópurinn lagði til að gerður yrði betri sumarvegur um Lágheiði en uppbygging hans virðist ekki á dagskrá í samgönguáætluninni.
Sveitarstjóra falið að koma bókun byggðarráðs á framfæri við nefndasvið Alþingis og þingmenn kjördæmisins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 515. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 516. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram erindi frá samgöngunefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012, 582. mál.
Byggðarráð leggur til að unnið verði að málinu til næsta fundar og umsögn afgreidd frá honum.