Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Laun unglinga í Vinnuskóla Skagafjarðar 2010
Málsnúmer 1005040Vakta málsnúmer
2.Framkvæmdir við Sundlaugina Sólgörðum
Málsnúmer 1004014Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Halldóri G. Hálfdanarsyni fyrir hönd íbúa í Fljótum, þar sem hann óskar leyfis til að endurnýja heitan pott sem er í sundlauginni á Sólgörðum. Eru hugmyndir um að skipta út núverandi potti og setja annan stærri eða tvo jafnstóra þeim gamla. Í bréfinu segir að sveitarfélagið muni ekki bera nokkurn kostnað af framkvæmdinni og fyrir liggi fjármagn, loforð um efni og vinnu vegna þessa.
Byggðarráð þakkar frumkvæði íbúanna og samþykkir á ofangreindum forsendum að veita leyfi til að endurnýja núverandi pott með öðrum stærri, enda séu öll tilskilin leyfi til staðar. Byggðarráð felur tæknideild sveitarfélagins að hafa eftirlit með framkvæmdinni.
3.Fyrirspurn varðandi kaup leiguhúsnæðis
Málsnúmer 1004153Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Önnu Jónu Guðmundsdóttur þar sem hún innir eftir því hvort fasteignin Jöklatún 22 sé föl og lýsir því jafnframt yfir að hún hafi áhuga á að kaupa hana.
Engin áform eru um sölu fasteignarinnar að sinni.
4.Ósk um breytingu á samningi
Málsnúmer 1004084Vakta málsnúmer
Samþykkt 147. fundar landbúnaðarnefndar um breytingu á samningi frá 6. nóvember 2001, milli Hestamannafélagsins Svaða og sveitarfélagsins vísað til stjórnar eignasjóðs.
Byggðarráð staðfestir samþykkt landbúnaðarnefndar og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
5.Umsögn um þingsályktunartillögu um samgönguáætlun
Málsnúmer 1005029Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá samgöngunefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012, 582. mál.
Byggðarráð leggur til að unnið verði að málinu til næsta fundar og umsögn afgreidd frá honum.
6.Boð um leigu á golfvelli
Málsnúmer 1005031Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Lónkoti, þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu golfvöllinn að Lónkoti til leigu.
Byggðarráð samþykkir að taka ekki þessu tilboði, en beinir því til bréfritara að snúa sér til Golfklúbbs Sauðárkróks með erindið.
7.Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1005003Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórólfs Sigjónssonar fh. Selsbursta ehf. um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í Gamla bænum að Hofsstaðaseli (Gistiheimili flokkur II).
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.
8.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1003385Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Kiwanisklúbbnum Drangey um styrk til greiðslu fasteignaskatts árið 2010. Með umsókninni fylgja fullnægjandi gögn skv. reglugerð sveitarfélagsins þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja klúbbinn um 70% af álögðum fasteignaskatti 2010.
9.Trúnaðarmál
Málsnúmer 1005050Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarbók.
10.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-mars 2010. Rekstarniðurstaða tímabilsins er betri en fjáhagsáætlun gerir ráð fyrir.
Byggðarráð mælist til að í þeim tilvikum þar sem einstakar rekstrareiningar eru að fara framúr fjárheimildum að tekið sé á þeim vanda í tíma. Óskað er eftir skýringum frá viðkomandi sviðsstjórum þar sem um slíkt er að ræða í deildayfirlitinu.
11.Ársfundur Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands
Málsnúmer 1005028Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning um ársfund Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands sem haldinn verður á Höfn í Hornafirði 17. maí nk.
12.Skíðasvæðið - áframhaldandi samstarf
Málsnúmer 1004123Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls þar sem óskað er eftir fundi til að ræða áframhaldandi samstarf og uppbyggingu á skíðasvæði félagsins. Erindið afgreitt á 158. fundi félags- og tómstundanefndar.
13.Beiðni um yfirlit yfir átaksverkefni
Málsnúmer 1005026Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Vinnumálastofnun varðandi mótun verklags vegna átaksvinnu fyrir námsmenn án bótaréttar og atvinnuleitendur nú í sumar. Erindið verður tekið fyrir í atvinnu- og ferðamálanefnd.
14.Hjallaland 145978 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1004148Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki um aðilaskipti á jörðinni Hjallalandi, landnúmer 145978. Seljandi er Sveinn Jónsson. Kaupendur eru Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir.
15.Bætt aðgengi utanhúss á Sauðárkróki
Málsnúmer 1005036Vakta málsnúmer
Erindinu vísað til byggðarráðs af 206. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð þakkar bréfriturum ábendingarnar. Byggðarráð beinir því til umhverfis- og tæknisviðs að hafa þær til hliðsjónar við skipulag verkefna sumarsins.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Samþykkt 158. fundar félags- og tómstundanefndar um laun unglinga í Vinnuskóla Skagafjarðar sumarið 2010 vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð staðfestir samþykkt félags- og tómstundanefndar.