Afgreiðslutími sundlauga sveitarfélagsins sumarið 2010
Málsnúmer 1005047
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Breytingartillaga.
Lagt er til vegna nýrra upplýsinga frá frístundastjóra að opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi verði á virkum dögum frá 9:00 - 21:00 í stað 07:05 - 1305 og 16:15 - 21:15. Þessi breyting mun ekki hafa kostnaðarauka í för með sér og er i takt við vilja sundlaugargesta.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson lagð fram eftirfarandi bókun: " Ég fagna því að í tillögu forseta sé tekið undir ábendingar áheyrnarfulltrúa VG í félags- og tómstundanefnd um að skoða opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi.Undirritaður telur æskilegt að nefndin fari betur yfir opnunartíma fleiri sundlauga sveitarfélagsins í sumar í samráði við ferðaþjónustuaðila og íbúa á hverjum stað".
Bjarni Jónsson
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, einn sat hjá.
Afgreiðsla 155. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá undir afgreiðslu þessa liðar.
Íþróttafulltrúi kynnir tillögur um afgreiðslutíma sundlauga í sumar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur.
Sundlaug Sauðárkróks: opin virka daga frá kl. 06.50-21.00; um helgar frá kl. 10:15 -17.00. Sundlaugin á Hofsósi: opin virka daga frá kl. 07.05-13.05 og 16.15-21.15 og um helgar 10.15-17.15. Sundlaugin á Sólgörðum : opin samkvæmt samningi við væntanlegan rekstraraðila.Tillaga forstöðumanns sundlaugarinnar í Varmahlíð : mánudaga- fimmtu daga frá kl. 14.00-21.30; og föstudaga ? sunnudaga frá kl. 11.00-18.30. Jenný Inga áheyrnarfulltrúi óskar bókað að hún sé ekki samþykk því að sundlaugin á Hofsósi sé lokuð milli kl. 13.05 og 16.15 .